Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Íþróttir

Aðalfundur Nafnlausa Golffélagsins 2012

Aðalfundur Nafnlausa Golffélagsins var haldinn á Korpunni 1. maí 2012

 

Mættir:

Aron Hauksson

Benedikt Hauksson

Emil Hilmarsson

Guðlaugur Einarsson

Magnús Ingi Stefánsson

Ólafur Hafsteinsson

Sigurður Stefánsson

 

Fjarverandi:

Heimir Hálfdanarson

Ingi Ólafsson

Sigþór Magnússon

 

Stjórn

Óbreytt stjórn er þetta árið

Formaður og gjaldkeri: Emil Hilmarsson

Varaformaður: Magnís Ingi Stefánsson

Ritari: Aron Hauksson

 

Árshátíðarnefnd

Skipulaga lokahófs félagsins í lok leiktíðar

Aron Hauksson

Guðlaugur Einarsson

 

Leikjanefnd

Umsjón með „Shootout“  og/eða „útilegu“ móti

Magnús Ingi Stefánsson

Sigurður Stefánsson

 

Inntaka nýrra félaga

Þar sem tveir félagar hafa hætt í félaginu vara ákveðið að bjóða 3- 4 nýjum félögum að ganga í hópinn. Þá gæti hópurinn orðið allt að 14 manns. Þegar hafa 3 óskað eftir inngöngu en þeir eru:

Jóhann Másson

Ásgeir Ásgeirsson

Hjörtur Þorgilsson

 

Leikfyrirkomulaga

Sama leikfyrirkomulaga verður í ár og undanfarin ár. Keppt verður í Holukeppni þar sem allir spila við alla og Punktakeppni þar sem bestu 10 hringir sumarsins gilda.

 

Rástímabókanir verða í umsjón ritara félagsins og skipar hann menn, eins og hann telur þörf, í hvert skipt til að sjá um bókun rástíma fyrir næsta leikdag. Bóka þarf rástíma kl 8:00 (á slaginu) til að ná tíma á þriðjudegi).

Bókuð verða þrjú holl (fyrir 12) og þeir sem fyrstir melda sig inn hafa forgang. Formaður stillir upp leikjum í Holukeppni. 

 

Formanni er heimilt að áminna félagsmenn ef þeir eru ekki búnir að ná tilskildum lágmarksfjölda leikja í Holukeppni í lok hvers mánaðar og ef um mjög lélega mætingu er að ræða og að það tefji leik annarra þá er heimilt að vísa viðkomandi úr Holukeppninni. Leikmanni er þó heimilt að leika áfram í Punktakeppninni.

 

Leikdagar

Þeir verða á þriðjudögum eins og undanfarin ár. Formaður félagsins getur þó sett á auka leikdaga og telja þeir þá eins og aðrir leikdagar. Aðeins er leyfilegt að telja punkta til keppni í Punktakeppni á skilgreindum leikdögum. Leikir í Holukeppni geta farið fram á öðrum dögum ef menn koma sér saman um það. Slíkt þarf þó að tilkynna fyrirfram til formanns.

 

Félagsgjöld

Samþykkt var að félagsgjöld fyrir árið 2012 yrðu 12.000 krónur

Félagsgjöld þarf að vera búið að greiða fyrir lok mái 2012

 

Fundi slitið

1. maí 2012

Emil Hilmarsson

 

 

 

 


Fyrsti leikdagur - 1. maí 2012

Þá er vertíðin hafin og fyrsta leikdegi í Nafnlausa Golffélaginu lokið.

7 meðlimir mættu og 4 gestir. Úrslit urðu sem hér segir:

Aron vann Magga

Óli vann Emil

Benni vann Gulla

Siggi sat hjá í holukeppninni.

Flesta punkta dagsins átti Óli, alls 31


Grindavík í lok mars

Þá er vertíðin loks hafin. Fórum þrír meðlimir úr Nafnlausa í Grindavík í lok mars ásamt maka. Þetta voru Emil, Sigþór, Siggi og Svava.

Völlurinn var alveg frábær og flatirnar í topp standi, ekki síðri en í Grafarholti í júlí. Svo er bara að vera duglegir að spila um páskana og svo er það London í maí ;-)

IMG00470 20120401 1557


Golf í mars

Nú eru menn byrjaðir að æfa og slá fyrir sumarið. Við Siggi fórum á Korpuna 3. mars í frábæru veðri. Það breyttist fljótt eins og venja er á Íslandi. Kláruðum þó að spila litla völlinn. Harðjaxlar!IMG00387 20120303 1743


Lokaumferð

Þá hefur síðast umferð hjá Nafnlaus Golffélaginu farið frá á þessu ári. Spilað var á Korpunni í alveg ágætis veðri. Einn leikur var í Holukeppninni en þar vann Ingi sinn leik á móti Gumma. Spenna var í Punktakeppninni en röð efstu manna breyttist þó ekkert. Besta skor dagsins var hjá Samma, alls 36 punktar.

Sigurvegari Punktakeppninnar þetta árið var undirritaður. Í öðru sæti var Sigþór Magnússon og í því þriðja Sigurður Stefánsson. Lokastöðuna má sjá á úrslitasíðunni.

Lokahófið var svo haldið með stæl heima hjá Heimi og Ebbu. Þar fór einnig fram hin árlega lokahóps púttkeppni karla og kvenna. Sigurvegari kvenna, annað árið í röð var Dagrún en formaðurinn hafði svo sigur í karlakeppninni eftir bráðabana við Magnús Inga.

Tilþrifaverðlaun fékk svo Sigurður (fyrir að standa út í Korpu og slá sínum bolta upp úr ánni á loka degi). Siggi fékk einnig sérstök verðlaun fyrir topp mætingu í sumar en hann missti ekki af einu einast skipti.

Aron Hauksson var svo verðlaunaður fyrir mestu framfarir sumarsins, þ.e. mestu lækkun forgjafar.

Annars urðu úrslit þessi í keppnum sumarsins:

Punktakeppni

  1. Emil Hilmarsson
  2. Sigþór Magnússon
  3. Sigurður Stefánsson

Deildarmeistari Nafnlausa Golffélagsins 2011

  1. Guðlaugur Einarsson
  2. Sigurður Stefánsson
  3. Ólafur Hafsteinsson

Deildarmeistari 2011

Gulli Deildarmeistari 2011

 

 

 

 

Formaðurinn

Emil Hilmarsson


Næst síðast umferðin

Síðasta laugardag var næst síðast umferðin hjá Nafnlausu spiluð. Aðeins einn leikur fór fram í holukeppninni. Þar hafði Ingi sigur á Magga, 1-0.

Þó veðrið hafi verið mjög gott mættu aðeins 7 úr hópnum.

Ljóst er að staða efstu mann í Holukeppninni mun ekki breytast þó ein umferð sé eftir. Síðasta umferðin verður spiluð á Korpunni næsta laugardag og verður lokahófið hjá Heimi í Skerjafirðinum þá um kvöldið. Það stefnir í góða mætingu á seinast leikdegi og enn betri um kvöldið en búast má við "fullu" húsi.

Það er enn spenna í punktakeppninni og ekki ljóst hverjir munu skipa þrjú efstu sætin. Það getur allt gerst á laugardaginn

Sjá stöðuna á úrslitasíðunni

Formaðurinn


17. umferð í Grafarholtinu

Í dag var spiluð umferð í Grafarholtinu í þvílíkri blíðu. Mæting var þokkaleg og fyllt var upp í með gestaspilurum. Eini leikurinn sem fram fór í Holukeppninni var viðureign Heimis og Gumma. Það var æsispennandi leikur alveg fram á seinustu holu en þar hafði Heimir Gumma, 1-0.

Alls mættu 8 félagar til leiks í dag og átti Gulli besta hring dagsins. Hann spilaði á 37 punktum.

Samkvæmt dagskrá eru aðeins tveir spiladagar eftir. Enn eru örfáir leikir eftir í Holukeppninni og er mönnum frjálst að spila þá hvenær sem er og eru menn hvattir til að koma sér saman um leikdag og klára sína leiki. Tilkynna þarf til Formanns þá leiki sem spila á. Þeir leikir teljast þó ekki í Punktakeppninni ef þeir eru spilaðir fyrir utan skilgreinds leikdags,eins og kveðið er á um í reglum félagsins.

Uppfærð úrslit eru á Úrslitasíðunni að venju

Formaðurinn


16. umferð

!6. umferð var spiluð í Holtinu á sunnudagsmorgun. Líklega var þetta eitt besta veðrið í sumar til að spila golf, algjört logn og hiti um 15-17 gráður. Þó mættu aðeins 6 félagar. Enginn leikur í holukeppninni gat farið fram þar sem ekki var nógu góð mæting. Þessir leikir töldu þó í punktakeppninni. Uppfærð staða er á úrslitasíðunni.

Næsta umferð verður næstu helgi og stefnt er á sunnudag. Þeir sem enn eiga eftir leiki í Holukeppninni eru hvattir til að mæta

Formaðurinn

 


15 umferð

15 umferð var spiluð á Korpunni þann 30. ágúst. Veðrið var nú ekki beisið til að byrja með en þegar líða tók á hringinn batnaði það til muna og varð úr hið fínasta spilaveður. Alls mættu 9 og leikir í holukeppninni voru 3. Úrslit urðu þau að Óli vann Sigþór á síðustu holunni og sama var upp á teningnum hjá Benna og Magga en þar sigraði Benni.

Aðal leikurinn var þó leikur Gulla og Sigga en þeir voru jafnir með 8 vinninga eftir sína leiki í holukeppninni. Þeir urðu þá að spila úrslitaleik til að skera úr um hver yrði Holumeistari 2011.

Gulli byrjaði í svaka gír og var kominn 6 upp fyrir níundu holuna. Þar náði Siggi loks að vinna holu og vann svo næstu 3. Gulli vann þó leikinn að lokum á 15. Þar er Gulli Holumeistari Nafnlausa Golffélagsins 2011. Til hamingju með það Gulli.

Uppfærð úrslit eru komin inn á netið. Minni á að enn eru nokkrir leikir eftir í holukeppninni. Þar sem farið er að skyggja mjög snemma hefur það verið ákveðið að spila síðustu umferðirnar um helgar. Ekki verða því fleiri umferðir á þriðjudögum.

Formaðurinn


Umferð 14

14. umferð hjá Nafnlausu var spiluð á Korpunni. Veðrið var mjög gott, sérstaklega þegar kvölda tók. Reyndar var komið ansi mikið myrkur en allir skiluðu sér í hús að lokum, að ég held.

Topp mæting var en þar sem  nokkrir eru búnir með sína leiki í Holukeppninni þá voru aðeins 4 leikir í þeirri keppni spilaðir. Benni hafði sigur á Inga og Emil á Heimi. Sigþór vann svo sinn leik á móti Gumma og Gulli vann Magga og þar með jafnaði hann Sigga í stigum í Holukeppninni. Þeir munu því leika úrslitaleik um titilinn Holumeistari Nafnlausa Golffélagsins 2011.

Þar sem farið er að dimma ansi snemma er nauðsinlegt að leikir hefjist mun fyrr en venjulega. Í næstu umferð verða leikir þá helst að hefjast ekki seinna em 16:30

Uppfærð staða er komin inn

Formaðurinn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband