Leita í fréttum mbl.is

15 umferð

15 umferð var spiluð á Korpunni þann 30. ágúst. Veðrið var nú ekki beisið til að byrja með en þegar líða tók á hringinn batnaði það til muna og varð úr hið fínasta spilaveður. Alls mættu 9 og leikir í holukeppninni voru 3. Úrslit urðu þau að Óli vann Sigþór á síðustu holunni og sama var upp á teningnum hjá Benna og Magga en þar sigraði Benni.

Aðal leikurinn var þó leikur Gulla og Sigga en þeir voru jafnir með 8 vinninga eftir sína leiki í holukeppninni. Þeir urðu þá að spila úrslitaleik til að skera úr um hver yrði Holumeistari 2011.

Gulli byrjaði í svaka gír og var kominn 6 upp fyrir níundu holuna. Þar náði Siggi loks að vinna holu og vann svo næstu 3. Gulli vann þó leikinn að lokum á 15. Þar er Gulli Holumeistari Nafnlausa Golffélagsins 2011. Til hamingju með það Gulli.

Uppfærð úrslit eru komin inn á netið. Minni á að enn eru nokkrir leikir eftir í holukeppninni. Þar sem farið er að skyggja mjög snemma hefur það verið ákveðið að spila síðustu umferðirnar um helgar. Ekki verða því fleiri umferðir á þriðjudögum.

Formaðurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband