Færsluflokkur: Íþróttir
7.6.2011 | 23:18
4. umferð á Korpunni
Fjórða umferð var spiluð á Korpunni. Veðrið var ekkert spes til að byrja með, kuldi og trekkur að norðan. Þegar líða tók á leikinn þá rættist úr veðrinu og datt nánast í logn. Spilað var í tveimur hollum. Í fyrra hollinu var keppni æsispennandi og réðust báðir leikir ekki fyrr en á 18. Aron vann Sigþór 2-0 og púttaði Aron niður 20m pútti fyrir fugli á 18. Siggi vann formanninn með síðasta púttinu sínu, náði pari en Emil rétt missti parið, sem sagt 1-0 fyrir Sigga.
Í seinna hollinu spiluðu Benni og Heimir og vann Benni þann leik 3-4. Gulli vann svo Samma 3-1. Munið að senda inn leikskýrslur á bloggið
Formaðurinn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.4.2011 | 20:37
Fundur á Kaffi Milano, apríl 2011
Upphafsfundur Nafnlausa Golffélagsins fyrir sumarið 2011
Kaffi Milano
27. apríl 2011
Mættir:
Aron Hauksson
Emil Hilmarsson
Guðlaugur Einarsson
Guðmundur Friðbjörnsson
Heimir F. Hálfdanarson
Magnús Ingi Stefánsson
Sigurður Stefánsson
Fjarverandi:
Ólafur Hafsteinsson
Samúel Ingi Þórarinsson
Benedikt Hauksson
Ingi Ólafsson
Skipan í stöður og nefndir:
Stjórn:
Ákveðið að hafa sömu stjórn og síðasta ári
Formaður: Emil Hilmarsson
Varaformaður: Magnús Ingi Stefánsson
Shootout:
Hið árlega bindindismót sem þó féll niður í fyrra. Sama dagsetning og venjulega, þ.e. 16. Júní
Nefndina skipa Magnús Ingi og Siggi
Útilega/Burger:
Hugmynd að sameina þetta í eitt mót sem haldið yrði einhverja góða helgi í sumar t.d. á Flúðum.
Benni (heimamaður á Flúðum) skipaður að honum fjarverandi í þá nefnd. Hann hefur heimild til að skipa annan meðlim sér til aðstoðar
Lokahóf:
Undirbúningur og skipulag lokahófs Nafnlausu í lok leiktíðar er í höndum Heimis. Hann hefur heimild til að kalla til sín aðstoðarmenn eftir þörfum.
Afmælisnefnd:
Þar sem Nafnlausa Golffélagið verður 10 ára á næsta ári þá er við hæfi að haldið verði upp á það með stæl. Í undirbúningsnefnd verða Aron og Gulli
Búningamál
Gummi sér um að finna einhverja flík sem nothæf er í golfi, eitthvað sem nýtist vel. Einnig mun hann fá Samma til liðs við sig til að undirbúa merki félagsins.
Almennar reglur og fyrirkomulag
- Sama leikfyrirkomulag og á síðasta ári, þ.e. Holukeppni ásamt Punktakeppni. Leikdagar verða á þriðjudögum . Fyrsti rástími er kl 17:00
- Áætlað að fyrsti leikdagur verði 17. maí. Það verður upphitunarhringur sem ekki telst með í mótinu. Fyrsti leikdagur er því áætlaður 24. maí. Ef við spilum út september þá ættu að nást 18 leikdagar
- Sigurvegari Holukeppninnar verður krýndur Meistari Meistaranna 2011 en sigurvegari Punktakeppninnar verður krýndur Deildarmeistari 2011.
- Spilaðar verða 11 leikir í Holukeppni, allir við alla. Aðeins heimilt að leika á þriðjudögum en ákvörðun verður tekin af formanni þegar líða tekur á sumarið hvort frestaðir leikir megi spilast á öðrum dögum, ef mikið er um frestanir. Einnig getur formaður sett á aukaleikdaga
- Punktakeppnin er spiluð samhliða Holukeppni, sem þýðir að menn verða að klára hverja holu út til að fá punkt. Ekki er hægt að gefa pútt í Punktakeppni. Bestu 10 hringir í Punktakeppni gilda í lokin. Punktakeppni má aðeins spila á skilgreindum leikdögum (þriðjudögum).
- Tilskilinn leikjafjöldi fyrir sumarið 2011 er:
- 11 leikir í holukeppni
- 10 leikir í punktakeppni
- Settir eru mælisteinar fyrir fjölda leikja þ.a. menn þurfa að ná tilskildum fjölda leikja á ákveðnum dagsetningum
- Klára þarf a.m.k. 6 leiki fyrir lok júlí (alls 9 leikdagar)
- Klára þarf a.m.k. 9 leiki fyrir lok ágúst (alls 14 leikdagar)
- Fyrri reglur um Gula spjaldið er í fullu gildi. Leikmaður fær gult spjald ef hann nær ekki tilskildum leikjafjölda. Annað gula spjaldið þýðir rautt spjald, þ.e. leikmaður fær ekki að spila næsta tímabil á eftir sem meðlimur með Nafnlausa Golffélaginu.
- Nýir meðlimir sem teknir eru inn í félagið eru á svokölluðu skilorði, þ.e. ef þeir mæta ekki skv. reglum félagsins þá fá þeir ekki að vera með næsta ár á eftir.
Nýir félagar
Þar sem tveir félagar hættu þá var hægt að bæta inn tveimur nýjum (eða gömlum)
Greidd voru atkvæði um nýja meðlimi í félagið. Benedikt Hauksson kemur aftur inn eftir smá leyfi. Síðan verður Sigþóri boðið að vera með. Siggi sér um að kanna það
Reikningar og félagsgjöld:
Félagið á inni sjóð upp á 44.909 kr
Félagsgjöld fyrir leiktímabilið 2011 voru ákveðin þau sömu og í fyrra eða 10.000 kr. Þessar tekjur verða notaðar fyrir Lokahóf, verðlaunapeninga og annað sem til fellur. Formaður mun senda út rukkun og halda utanum greiðslur. Greiðslur skul berast eigi síðar en 1. júní.
Bókun rástíma:
Bókun verður með sama sniði og í fyrra. Fjórir hópar sem rúlla skráningu á milli hópmeðlima eftir stafrófsröð. Sá sem á að bóka þarf að láta menn í sínum hóp vita ef hann getur ekki bókað og tryggja að einhver úr hópnum bóki í hans stað.
Hóparnir eru eftirfarandi
Hópur 1 (kl 17:10): Emil, Gummi, Maggi, Óli
Hópur 2 (kl 17:00): Aron, Benni, Heimir, Ingi
Hópur 3 (kl 17:20): Gulli, Sammi, Siggi, Sigþór
Athugið að tímarnir eða hóparnir hafa ekkert með að gera hvenær menn svo spila. Þetta er eingöngu til að bóka rástíma.
Bóka þarf rástímann á sunnudagsmorgni kl 8:00, stundvíslega, til að bóka rástíma á þriðjudegi.
Formaður ákveður hvenær og hvort fyrsti rástími færist framar eða aftar og tilkynnir þá um slíkt. Hinir rástímar færast þá samhliða. Ef hópur nær ekki að bóka á skilgreindum rástíma, skal reyna að bóka í næsta lausa tíma þar á eftir (17:20 eða 17: 30).
Þegar hópur hefur náð að bóka sinn hóp skal hann senda póst á alla um staðfestan tíma. Þegar búið er að staðfesta alla tíma þá sendir formaður upplýsingar um það hverjir eigi leik í holukeppninni
Afbókanir skulu sendar svo fljótt sem það er ljóst til formanns (eða staðgengils hans) og eigi síðar en kl 12:00 á leikdag. Formaður sendir þá tilkynningu til golfklúbbs um afskráningu eða biður viðkomandi hóp um að sjá um tilkynningu til klúbbs um afskráningu.
Blogg
Bloggsíðu verður haldið úti eins og venjulega og menn voru sammála um að skrifa inn umsagnir um leiki dagsins eftir að formaður hefur sett inn leikdaginn.
Ýmislegt annað var rætt sem ekki verður fært til bókar
Formaðurinn
Emil Hilmarsson
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2010 | 12:05
Lokahóf Nafnlausa Golffélagsins
Þá er golfvertíðinni lokið hjá Nafnlausu þetta árið. Lokahóf var haldið laugardaginn 2. október og mættu 9 félagar ásamt mökum.
Dagurinn hófst með golfi þar sem keppt var í Texas scramble, tvö lið. Í fyrra hollinu voru Aron, Emil, Sammi og Siggi. Í því síðara voru Óli, Maggi Gummi og Gulli. Keppnin var æsispennandi en að lokum unnu Óla lið en þeir spiluðuð 10 undir en lið Arons spilaði á 7 undir. Súpa og öl í skálanum í boði tapliðs.
Seinna um daginn hittust menn sem höfðu tök á því heima í Grafarvoginum til að fylgjast með Ryder og undirbúa kvöldið.
Um 19:30 fóru golffélagar svo að mæta í lokahófið ásamt mökum. Byrjað vara á Mojito í fordrykk. Forrétturinn var hráskinka og melóna. Í aðalrétt var svo djúsí nautasteik ásamt meðlæti. Henni var skolað niður með nokkrum flöskum af Jacobs Creek rauðvíni. Í eftirrétt var svo boðið upp á kaffi, koníak, grand og súkkulaðitertu.
Verðlaun voru svo afhent fyrir árangur sumarsins sem hér segir:
Holukeppnismeistari 2010
Ívar Harðarson
Punktakeppni 2010:
1. sæti: Emil Hilmarsson
2. sæti: Magnús Ingi Stefánsson
3. sæti: Ívar Harðarson
Mestu framfarir sumarsins 2010 (mesta lækkun)
Samúel Ingi Þórarinsson
Tilþrifa sumarssin
Sigurður Stefánsson
Púttkeppni kvöldsins
Karlar: Emil Hilmarsson
Konur Dagrún Mjöll Ágústsdóttir
Formaðurinn vill að lokum þakka félögunum fyrir gott golfsumar og hlakka til að hefja keppni á nýju ári.
Formaðurinn
Emil Hilmarsson
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2010 | 18:29
Næstsíðast umferðin í Grafarholtinu 2010
Næstsíðast umferð Nafnlausa golffélagsins fór fram í Grafarholtinu í frábæru golfveðri laugardaginn 18. september.
Við mættum 8 og seinasti leikurinn í Holukeppninni fór fram. Þar vann Gummi Inga 2/0. Með þeim spiluðu Heimir og Sammi. Annars urðu breytingar á toppnum í Punktakeppninni.
Í fyrra hollinu sem fór út var spilamennskan nokkuð góð þó ég segi sjálfur frá. Gulli byrjaði vel en endaði ekki alveg eins vel, eða á 30 punktum. Siggi mætti með sett konunnar, bugaður af næturrölti kvöldið áður EN náði sínu besta skori í punktum talið hjá Nafnlausu, eða 37 punktum. Maggi átti stórleik og spilaði á pari vallarins og fékk 40 punkta. Einnig hans besti hringur í sumar. Formaðurinn átti einnig sinn besta hring í sumar og náði 42 punktum sem er einnig besta skor sumarsins í punktum talið hjá Nafnlausu.
Þetta þýðir að röð efstu manna hefur breyst og er formaðurinn efstur fyrir loka umferð sumarsins sem plönuð er næstu helgi. Maggi kemur þar á eftir með 3 punktum minna og Ívar í því þriðja með 4 punktum minna. En allt getur gerst á síðast leikdegi þ.a. úrslitin eru engan vegin ljós.
Sjá úrslit og stöðu á Úrslitasíðunni
Formaðurinn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2010 | 16:10
Umferð á laugardaginn
Spiluð var umferð á laugardagsmorgun á Korpunni í einu besta veðri sumarsins.
Um svipað leiti og menn í hverfinu voru að skríða heim af föstudagsdjamminu hófuð Ingi og Emil leik á Korpunni. Skemmst er frá því að segja að Emil hafði Inga á 16. holu.
Upp úr 8 mættu svo Gulli ásamt Ívari og Gumma sem áttu leik. Ívar vann Gumma nokkuð sannfærandi og þarf með Holukeppni Nafnlausa Golffélagsins 2010 með 9,5 vinninga. Við óskum Ívari til hamingju með titilinn.
Enn á þó eftir að klára 3 leiki í Holukeppninni (Ingi-Gummi, Heimir-Aron og Gulli-Óli)
Spennan í punktakeppninni heldur þó áfram og er Ívar á toppnum þar einnig, en það munar ekki mörgum punktum á næstu mönnum. Munar 6 punktum á öðru sætinu og 8 á því þriðja. Allt getur enn gerst.
Skoðið stöðuna á úrslitasíðunni
Formaðurinn
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2010 | 21:29
Síðasti þriðjudagurinn !
Spiluð var umferð í Grafarholtinu síðasta þriðjudag og næsta víst er að ekki verður spilað meira á þriðjudögum sökum myrkurs. Því verða síðustu umferðirnar sem eru 3-4 spilaðar um helgar.
Spilaðir voru tveir leikir í holukeppninni og unnust þeir nokkuð örugglega. Siggi vann Inga og Heimir vann Gumma. Aðrir sem mættu spiluðu punktakeppni en það voru Maggi, Emil, Sammi og Gulli.
Nú eru slæmu leikirnir farnir að detta út hjá þeim sem áttu slæma leiki inni og staðan því að jafnast. Ívar er þó enn með nokkra forystu. Þó munar aðeins 5 punktum á honum og Magga sem er í öðru sæti og svo kemur formaðurinn, 6 punktum á eftir Magga.
Á úrslitasíðunni má sjá nýjustu stöðuna. Hafa þeir leikir í holukeppninni sem þurrkast út verið merktir með rauðu. Þeir leikir hafa því dottið út hjá viðkomandi. Næsti leikur sem dettur út, ef spilað er betur en sá leikur, er merktur með gulu.
Einnig er búið að bæta inn Excel skjalinu sem uppfært er eftir hverja umferð, þaðan sem myndirnar á úrslitasíðunni eru teknar frá. Til að skoða það þarf að vista það niður með xlsx endingu
Formaðurinn
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2010 | 17:25
Uppfærð staða
Nú fara leikir í holukeppninni að klárast og aðeins 7 leikir eftir í keppninni. Gummi og Ingi eiga 3 leiki eftir hvor, Heimir á 2 leiki eftir en aðrir minna. Planaðar leikdagar fram til 14. september eru 4. Væntanlega munum við þurfa að færa leikdaga yfir á helgar þar sem farið er að dimma ansi snemma.
Holukeppnin er spennandi og getur Ívar tryggt sér sigurinn með sínum seinasta leik sem er við Gumma. Þeir eru að plana að spila um helgina og skemmtilegt væri ef einhverjir gætu spilað með þeim.
Punktakeppnin er líka spennandi þar sem með góðri mætingu geta menn farið að klippa út slæmu leikina, þar sem aðeins 10 bestu leikir hvers telja
Formaðurinn
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2010 | 19:07
Umferð í Grafarholtinu
Umferð fór fram í Grafarholtinu síðasta þriðjudag.
Aðeins náðist að spila tvo leiki í holukeppninni þar sem þeir sem mættu voru flestir búnir að spila innbyrðis. Ingi vann Heim og Emil vann Sigga.
Annars eru línur að fara að skýrast í punktakeppninni. 8 leikmenn hafa náð 10 leikjum eða fleiri þ.a. nú fara lélegu leikirnir að detta út hjá þeim þar sem 10 bestu punktaleikirnir telja. Því getur staðan þar breyst tiltölulega fljótt hjá þeim sem eiga inni lélega leiki. Því er mikilvægt að vera duglegur að mæta til að hala inn punktum.
Stöðuna má sjá hér
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2010 | 09:14
Umferð á Skaganum
Spiluð var umferð á Skaganum í gær. Alls mættu 9 úr hópnum og tveir gestaspilarar. Ívar heldur uppteknum hætti og vann sinn leik á móti Sigga. Aðrir leikir fóru þannig að Maggi vann Gulla, Ingi vann Aron og Óli vann Samma.
Staðan er að skýrast nokkuð í holukeppninni en þar leiðri Ívar með 7.5 vinninga á meðan Maggi er með 6,5 og báðir eiga tvo leiki eftir.
Í punktakeppninni er Ívar einnig efstur með að meðaltali 33,7 punkta og Maggi í öðru sæti með 32,2 punkta að meðaltali.
Annars má sjá stöðuna hér
Það eru þrír leikmenn sem aðeins eru komnir með 6 leiki af 11 það sem af er og verða að fara að gefa aðeins í. Þetta eru Denni, Heimir og Gummi
Formaðurinn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2010 | 16:22
Grafarholtið 27 júlí
Alls mættu 10 úr hópnum til leiks í gær í frábæru golfveðri. Allar viðureignirnar voru nokkuð spennandi en þrjár enduðu í jafntefli eftir æsispennandi leik
Annars eru nýjustu úrslitin á úrslitasíðunni
Formaðurinn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar