Leita í fréttum mbl.is

4. umferð á Korpunni

Fjórða umferð var spiluð á Korpunni. Veðrið var ekkert spes til að byrja með, kuldi og trekkur að norðan. Þegar líða tók á leikinn þá rættist úr veðrinu og datt nánast í logn. Spilað var í tveimur hollum. Í fyrra hollinu var keppni æsispennandi og réðust báðir leikir ekki fyrr en á 18. Aron vann Sigþór 2-0 og púttaði  Aron niður 20m pútti fyrir fugli á 18. Siggi vann formanninn með síðasta púttinu sínu, náði pari en Emil rétt missti parið, sem sagt 1-0 fyrir Sigga.

Í seinna hollinu spiluðu Benni og Heimir og vann Benni þann leik 3-4. Gulli vann svo Samma 3-1. Munið að senda inn leikskýrslur á bloggið

Formaðurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég átti leik við Sigga vin minn og stórgolfara. Ég byrjaði bara nokkuð vel og var bara 1 yfir eftir fyrstu 6 holurnar. Á 7. braut var ég í tveimur í bönker við flötina en klúðraði þessu big time, þurfti þrjú högg til að komast upp úr honum. Siggi hélt samt alltaf í við mig og eftir 9 átti ég aðeins eina holu. Leikurinn var í járnum alveg fram á 18 holu og í raun fram að síðasta pútti. Ég missti erfitt 1m pútt í halla fyrir pari meðan Siggi sett niður fyrir pari og vann þar með leikinn 1-0. Skemmtilegur og spennandi leikur. Takk fyrir leikinn Siggi og einnig fyrir skemmtilega meðspilara þá Aron og Sigþór.

Emil (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 22:33

2 identicon

Ég átti leik við Samma mág og var leikurinn nokkuð jafn framan af þar sem við unnum holur til skiptis. Sammi átti glæsilegan fugl á 7 með 15 metra pútti og komst 1 yfir en ég jafnaði á 9. Sammi vann 10 en þá kom góður kafli hjá mér tók góðan fugl á 11 og vann næstu 3 holur og var 3up eftir 14. Sammi vann þá 15 þar sem ég virðist ekki geta spilað þessa holu af neinu viti er með XXX plús að meðaltali á þessari (focking)braut. Ég gerði svo út um leikinn með því að vinna 17 og leikinn 3/1. Takk fyrir leikinn Sammi og Heimir og Benni fyrir hringinn.

Guðlaugur Einarsson (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband