Færsluflokkur: Íþróttir
20.9.2009 | 13:42
Úrslit ljós
Nú eru úrslit ljós í keppnum sumarsins.
Á laugardaginn var spilað til úrslita í Holukeppninni og spiluðu þar til úrslita Aron og Emil. Skemmst er frá því að segja að Aron vann þá viðureign nokkuð auðveldlega.
Í Punktakeppninni spiluðu til úrslita Aron, Ingi og Emil. Þar hafði Ingi sigur.
Þar með er ljóst að Aron er Holumeistari 2009 og Ingi Punktameistari 2009 Nafnlausa golffélagsins.
Verðlaunaafhendingar fara svo fram á lokahofi félagsins sem ekki er enn komin dagsetning á en hugmynd hefur heyrst að hófið verði fyrstu helgina í Október
Formaðurinn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2009 | 20:50
Síðasta umferð sumarsins
Þá er seinustu umferð sumarsins hjá Nafnlausa Golffélaginu lokið. Spilað var í Grafarholti í bara ágætis veðri. Aðeins mættu 3, Gummi, Aron og Emil. Þeir Emil og Aron voru að spila til úrslita í holukeppninni þar sem þeir voru jafnir í efsta sæti með 8,5 vinninga. Þetta byrjaði frekar illa hjá Aroni og eftir 5 holur var Emil 4 upp. Aroni tókst svo að snúa þessu við þegar líða tók á leikinn og komst hann einn upp eftir góðan fugl á 14. Emil náði því til baka á 15 og allt jafnt þegar komið var á 18. Þessi leikur var æsispennandi alveg fram á síðasta pútt hjá Aroni. Málið varð að ég varð að setja 4-5 metra pútt ofaní og fá skolla til að halda í við Aron. Með því fékk ég 34 punkta og búinn að jafna Inga í Punktakeppninni. Það tókst. Aron átti erfitt 3-4 metra pútt eftir og með því að setja það niður gat hann unnið leikinn og náð 37 punktum og unnið punktakeppnina einnig. En, hann rétt missti það og rann kúlan töluvert fram yfir holuna og nú átti hann ekki einfalt pútt eftir til að jafna leikinn. En Aron klikkaði ekki og sett ofaní og náði 36 punktum. (sjá úrslit í Excel skjali sem fylgir hér)
Því eru úrslit í báðum keppnunum enn óráðin, Emil og Aron enn jafnir í Holukeppninni og Ingi, Aron og Emil allir jafnir í Punktakeppninni.
Þetta þýðir að þessir þrír verða að spila úrslitaleik næsta sunnudag.
Formaðurinn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2009 | 21:09
Næstsíðast umferð spiluð á Korpunni
Þá eru úrslit ljós í holukeppninni eftir eina leik dagsins. Denni og Ingi spiluðu og skemmst er frá því að segja að Denni vann Inga sem þýðir að Aron og Emil eru jafnir í efstu sætunum með 8,5 vinninga. Þetta þýðir að þeir verða að spila úrslitaleik um sigur í keppninni.
Annars mættu 7 til leiks í dag og úrslit í punktakeppninni eru engan vegin ráðin. Ingi leiðir með einum punkta á Magga, sem spilaði flott golf í dag.
Sjá Excel viðhengi með úrslitum
kv
Formaðurinn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2009 | 21:51
Umferð í Grafarholtinu 1. sept
Spiluð var umferð í Grafarholtinu í kvöld. Enginn leikur var í holukeppninni þar sem Denni komst ekki og Benni forfallaðist á síðustu stundu. Greinilegt að síðasti leikur hjá Benna hefur tekið sinn toll. Alls mættu 7 til leik í punktakeppninni og þrátt fyrir mjög góðar aðstæður var hæsta skor 30 punktar hjá Aroni og Inga. Aron hefur því saxað á forskot Inga og munar nú aðeins 7 punktum þegar tvær umferðir eru eftir.
Þar sem farið er að dimma ansi fljótt þá hefur verið ákveðið að næstu tvær umferðir (þær síðustu) verða spilaðar seinnipart sunnudags ef vellir eru lausir. Næsti leikdagur verður því næsta sunnudag.
Tveir leikir eru eftir í Holukeppninni sem þarf að fara að drífa í að klára.
Formaðurinn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2009 | 13:48
Grafarholtið 25.08.09
Í gær var "næstum því lokaumferð" spiluð í holukeppninni. Leikirnir sem voru spilaðir voru Benni vs Emil, Aron vs Gummi og Sammi vs Maggi. Benni, Aron og Sammi unnu sína leiki.
Annars var aðstæður ekkert sérstakar þó sumir hafi verið að spila nokkuð vel, punktalega. Það ringdi náttúrulega hundum, köttum og öðrum húsdýrum og undir lokin var orðið ansi skuggsýnt. Formaðurinn hafði tök á að tryggja sér sigurinn í holukeppninni en ákvað að gera mótið spennandi og tapaði sínum leik. Reyndar lögðu sumir töluvert kapp á að brjóta niður formanninn og peppa upp andstæðinginn.
Tveir leikir eru eftir í holukeppninni, þ.e. Benni og Heimir og svo Ingi og Denni. Úrslit í leik Denna og Inga geta ráðið úrslitum í keppninni. Þeir þurfa að finna sér tíma til að spila sem allra fyrst og láta vita svo aðrir geti spila með, ef hann fer ekki fram á þriðjudegi.
Svo vil ég enn og aftur biðja Benna, Magga og Samma að greiða félagsgjaldið. Allir aðrir eru löngu búnir.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.8.2009 | 21:44
Umferð í Grafarholti 18.08
Heimir forfallaðist þannig og Gummi gaf leikinn eftir 10. holu. Aðrir kláruðu ekki sína leiki vegna veðurs er mér sagt. Erum við sem sagt orðnir svo góðu vanir að ekki sé hægt að spila í smá roki? Eða geta menn ekki spilað þó formanninn vanti ;-)
Ég spilaði í móti á Skagavellinum, sem ekki hefur verið þekktur fyrir mikið logn og kláraði 18 holur á 32 punktum, í hífandi roki og smá rigningu líka.
Annars spiluðu Denni og Heimir leik á sunnudaginn í Holukeppninni og hafði Denni sigur.
Munið að senda inn punkta dagsins þó þeir hafi augljóslega ekki verið margir. Þeir telja samt sem mæting.
Formaðurinn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.8.2009 | 09:55
12. leikdagur í Grafarholtinu
12. umferð var spiluð í Grafarholtinu í gær, 12 ágúst, í frábæru veðri, sól og nánast logn.
Mæting var mjög góð, aðeins einn sem komst ekki en fyllt var upp í með gestaspilara. Skemmst er frá því að segja að Maggi vann Benna á síðstu holunni eftir æsispennandi leik. Aðrir leikir voru ekki síður spennandi en Jói og Ingi skildu jafnir, Óli vann Heimi og Sammi tók Gumma. Denni vann svo Gulla
kv
Formaðurinn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.8.2009 | 09:02
Umferð á Skaganum 4. ágúst
Spiluð var umferð í holu og punktakeppni á Skaganum í gær. Veðrið var í raun mjög gott, ringdi þó nokkuð en bara lóðrétt og nánast logn. Ekta regnhlífagolf.
Alls mættu 8 (plús 2 kaddíar)
Nú eru línur að fara að skýrast í holukeppninni. Þar eru að berjast um sigur þeir Aron, Ingi og Emil.
Punktakeppnin er alveg galopin þar sem menn geta spilað fleirri leiki og halað inn punktum.
Formaðurinn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.7.2009 | 08:08
Umferð 28. júlí
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2009 | 19:48
Umferð á Skaganum
Aðrir sem mættu voru Óli, Aron, Gulli og Emil
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar