Leita í fréttum mbl.is

Þriðja umferð á Korpunni

Þriðja umferð var spiluð á Korpunni í gær. Veðrið ekkert sértakt en slapp til. Hiti um 8 gráður og vindur SA um 6-7m/s.

Alls mættu 8 og voru leikir bara nokkuð spennandi fram á síðustu holur. Í fyrra hollinu réðust úrslit ekki fyrr en á síðustu holunni. Siggi vann Benna 1-0 og eins var upp á teningnum hjá Inga og Sigþóri þar sem Ingi vann einnig 1-0.

Í seinna hollinu vann Gulli Óla 3-2 og Emil vann Samma 2-1

Komin er síða fyrir stöðu í holu- og punktakeppni

Athugið að kíkja á síðuna Dómarahornið þar sem menn geta sett inn ýmis atriði sem þurfa úrskurð dómara. Endilega kommenterið ykkar skoðanir og úrskurði ;-)

Þið þurfið að senda mér í pósti texta með dómaraspurningu. Ég mun þá setja hana inn en allir geta síðan  tjáð sig um færsluna með því að skrifa athugasemd

kv, Formaðurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við Sammi áttum leik og byrjaði ég alveg glimrandi. Paraði fyrstu þrjár og var kominn með 3 vinninga. Sammi sótt svo í sig veðrið og eftir 9 átti ég eina. Týndi bolta á 10 og Sammi jafnaði. Sammi komst svo yfir á 11. Allt í járnum en komst svo í tvo upp eftir 16. holuna og 17 féll svo þ.a. að úrslitin urðu 2-1. Takk fyrir leikinn Sammi og meðspilarar Óli og Gulli

Emil (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 09:38

2 identicon

Þetta leit alls ekki vel út eftir fyrstu þrjár holurnar. Emil að spila flott golf en ég var ekki að nýta þau færi sem gáfust þrátt fyrir að slá ágætlega. En á endanum tók Emil þetta á alkunnri seiglu og hélt haus. Það kom skemmtilega á óvart hvað veðrið var ágætt miðað við horfur þegar lagt var af stað. Takk fyrir leikinn félagar. Fínn golfdagur.

Sammi EXPO (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 10:40

3 identicon

Ég og Óli áttum leik og byrjaði ég nokkuð vel og var 2 up eftir 2 holur en þá setti Óli í gírinn og vann 3 í röð. eftir það unnum við holur til skiptis og var ég 2 up eftir 11. Á 12 holu vann Óli með glæsilegum fugli og allt í járnum. Ég tók næstu tvær en á 15 vorum við báðir í rugli og fór svo að Óli gaf holuna á miðri leið og þar með leikinn 4/3. Punktar: Gulli 30 og Óli 26

Takk fyrir leikinn Óli og Sammi og Emil fyrir hringinn.

gulli (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband