31.8.2011 | 20:15
15 umferð
15 umferð var spiluð á Korpunni þann 30. ágúst. Veðrið var nú ekki beisið til að byrja með en þegar líða tók á hringinn batnaði það til muna og varð úr hið fínasta spilaveður. Alls mættu 9 og leikir í holukeppninni voru 3. Úrslit urðu þau að Óli vann Sigþór á síðustu holunni og sama var upp á teningnum hjá Benna og Magga en þar sigraði Benni.
Aðal leikurinn var þó leikur Gulla og Sigga en þeir voru jafnir með 8 vinninga eftir sína leiki í holukeppninni. Þeir urðu þá að spila úrslitaleik til að skera úr um hver yrði Holumeistari 2011.
Gulli byrjaði í svaka gír og var kominn 6 upp fyrir níundu holuna. Þar náði Siggi loks að vinna holu og vann svo næstu 3. Gulli vann þó leikinn að lokum á 15. Þar er Gulli Holumeistari Nafnlausa Golffélagsins 2011. Til hamingju með það Gulli.
Uppfærð úrslit eru komin inn á netið. Minni á að enn eru nokkrir leikir eftir í holukeppninni. Þar sem farið er að skyggja mjög snemma hefur það verið ákveðið að spila síðustu umferðirnar um helgar. Ekki verða því fleiri umferðir á þriðjudögum.
Formaðurinn
Eldri færslur
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.