Leita í fréttum mbl.is

Golf, golf og aftur golf.

Sælir félagar

Nú á sumardaginn fyrsta er best að fara að leggja drög að sumarstarfi félagsins.

Gaman væri að fá sögur frá félagsmönnum um það hvernig þeir eru búnir að æfa í vetur og vor og hvort einhverjar golfferðir hafi átt sér stað og hvert var farið og fá nokkrar frægðar sögur í umræðuna, fótbolta sögur mega einnig fylgja með þar sem menn segja frá fótbolta ferðum vetrarins, já og svo einhverjar veiðisögur ef þær eru krassandi.

Við munum hefja formlegt starf félagsins um leið og vellirnir opna og verðum með fyrsta æfingar hring eins snemma og hægt er og svo aðalfund þar strax á eftir.

Eins og ég hef nefnt áður, þá verðum við aðeins að hvíla holukeppnina og tökum því upp punkta keppni þetta árið.

Mín tillaga er að reyna að hafa þetta í einföldustu mynd og í hverri viku spilum við holukeppni og látum X marga hringi gilda yfir sumarið og sá sem hefur flesta punkta í lok móts verður sigurvegarinn, stefnan verður þó að sjá til þess að Maggi sigri ekki enn eitt árið, sama hvaða brögðum við beitum til þess.

Vil einnig loksins setja burgerinn á þetta vorið og munum spila hann sem tveggja hringja mót á Hellu einhvern laugardaginn mjög fljótlega og fáum okkur svo burger og öl í framhaldi af því.

Síðan er það shoot out mótið sem við spilum seinnihlutann í júní.

Ég legg til að við spilum á miðvikudögum eins og undanfarin ár, en þó með þeirri undantekningu að ef leikir eru í meistaradeildinni þá flytjum við umferðina yfir á fimmtudag.

Lokahófið verður svo í lok móts og þurfum við sjálfboðaliða í að sjá um það, formaður lokahófsnefndarinnar er alráður um skipulag og dagsetningar hófsins og er því um mikil völd að ræða, sem menn verða að nýta sér vel.

Hvað fjölgun í félaginu varðar þá held ég að sé best að menn fara að kynna þá menn sem sækjast eftir inngöngu þannig að við fáum einhverja tilfinningu fyrir því hvort einhver ásókn er í félagið, ég myndi segja að hver félagsmaður megi kynna til einn nýjann meðlim og svo þarf nefndin að samþykkja þá sem sækja um.  Þær upplýsingar um umsækjendur verða að vera hver maðurinn er, hvaða kosti hann hefur yfir ráða, og svo hvaða forgjöf hann er með og hvaða forgjöf hann spilar á, við erum sð sækjast eftir mönnum sem hafa óbilandi áhuga á golfi.

Nú erum við komnir með nýja blog síðu þar sem allir geta bætt inn fréttum inná síðuna, slóðin er http://nafnlausu.blog.is, það er hann Maggi sem er ritstjóri síðunnar og mun ritskoða allt sem þar fer inn, það er líklega best að hann komi með smá kennslu um það hvernig við setjum inn fréttir og þær siðareglur sem við fylgjum eftir.

Nú þar sem menn eru ekki að keppa við einhvern annann og því ekki beint um leikskýrslu að ræða þá væri samt gaman að skrifa inn leikskýrslu um það hvernig hinum leikmönnunum gekk á hringnum og reyna þá að finna bestu og verstu tilþrifin á gamansaman hátt og hvet ég menn til að leggja til eins margar leikskýrslur og hægt er, allir geta svo sett inn comment á aðrar leiksksýrslur og við verðum að reyna að fá stemmningu utan vallarins með í þetta.

Mig langar að biðja menn um að senda á ritstjórann mynd af sér sem hann setur inn á netið og einnig að yfirfara eigin upplýsingar og þá sérstaklega forgjöfina þannig að við getum haft record yfir forgjöf allra félagsmanna.

Við getum ekki gert þetta að flottustu golf síðu landsins nema að félagsmenn taki þátt í að skapa hana.

Svona í lokin langar mig að óska manutd félögum til hamingju með ensku deildina, en í ljósi þess að Liverpool þarf aðeins að sigra Chelsea og AC Milan í meistaradeildinni áður en þeir lyfta dollunni þá sé ég ekki hverjir geti hindrað þá í stærstu og skemmtilegustu keppni ársins.

Með von um góð viðbrögð og góða umræðu og gott golfár.

Með kveðju

Aron Hauksson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert einelti, eins og áður hefur komið fram  þá á félagið ekki enn "farandbikar" þar sem bikarinn hefur ekki ferðast neitt.........

Annars líst mér vel á að spila punktakeppni, líklega ætlaði Aron að skrifa höggleik en ekki holukeppni.

Eru menn að hitttast eitthvað í Básum á fimmtudögum 

kveðja

mis

Maggi (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 20:18

2 identicon

Jú Maggi, þakka þér fyrir ég ætlaði að skrifa punktakeppni en ekki holukeppni, svona getur maður verið ruglaður.

Aron

Aron Hauksson (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 22:17

3 Smámynd: Nafnlausa Golffélagið

Daginn drengir,

frábært framtak hjá þér Maggi og flott síða . Varðandi bikarinn þá er rétt að Aron setji söfnun í gang strax,þar sem nú fer senn að hefjast 10 árið mitt í golfi og mun ég koma hrikalega sterkur inn  

Nafnlausa Golffélagið, 20.4.2007 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband