Leita í fréttum mbl.is

3. umferð

Þá er þriðju umferð í Holukeppninni lokið. Hringurinn telst líka með i Punktakeppninni. Mæting var mjög góð, aðeins einn sem ekki komst.

Brösuglega gekk að bóka rástíma fyrir gærdaginn þar sem golf.is lá niðri nánast fram að hádegi á sunnudag. Þ.a. það tók því að rífa sig á lappir fyrir kl 8 á sunnudagsmorgni! Fyrir vikið var nokkuð bil á milli tíma. En það kom ekki að sök því veðrið var mjög gott og bara batnaði eftir því sem leið á kvöldið og á seinni 9 var nánast stafalogn.

Vil ég minna menn á að skila inn skori dagsins og hverjir unnu, með því að senda mér póst, þar sem ekki náðist í alla eftir leik í gær.

kv

Formaðurinn

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir félagar,

 Ég átti einvígi við stórspilarann Jóhann. Þetta er greinilega feikna sterkur náungi sem lúffaði fyrir formanninum í fyrstu umferð. Það leið ekki á löngu fyrr en ég var kominn 3 down. Púttin hjá mér voru í barminum á holunni 2-3 sinnum á fyrri 9. Jóhann varð kærulaus með þessa yfirburði og ég náði að jafna hann á 15 og allt í járnum. Hann feilaði á 16 og ég þrumaði drævinu mínu á 100 m hælin ( c.a 3 cm frá skurðarkannsi) þarna hélt ég að ég væri kominn með 1 up.....ég hló innra með mér.....viti menn, endaði þessa holu á 6 :( og var 1 down. Síðan kláraði ég þetta fyrir Jóhann á 17 og hann vann 2/1 og ég endaði með 31 punkt.

Ég var töluvert á ströndinni í þessum hring var hræddur að þetta hefði verið fyrirboði að konan væri á netinu að panta sumarferð.....

Það gerðist svo sem ekki merkilegt í þessum hring nema að formaðurinn notaði allar leiðir til að bæta sinn leik, hann chippaði inn á grín og kúlan hjá Jóhanni stoppaði rennslið. Á 15 var hann með öryggið upp málað og notaði járn á teig, þegar hann átti 130-140 metra eftir þá tók hann upp 5 (held ég) og húkkaði svona svakalega að boltinn var að fara útaf en viti menn, það var einhver fúinn staur við göngustígin vinstra megin við grín og hann þrumaði í hann og boltinn stoppaði á veginum.....þvílíkur grís hefur valla sést.

>Eintómir snillingar í þessu holli og mjög skemmtilegur dagur.

 Kv / Guðmundur sigurlausi (:

Guðmundur (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 11:25

2 identicon

Sælir

Ég og Heimir lékum. Ég með nýtt járnasett og stóðst ekki mátið og mætti með það. Geimplanið var á láta Heimi ekki vita af nýja settinu, til að hann fengi ekki þá hugmynd að enginn spilar vel með nýju setti fyrsta hring. Óttaðist að það myndi efla sjálfstraust hans. Þetta byrjaði vel, fínt dræf og innáhöggið á miðja flöt með nýja 9járninu. Mætir þá ekki Svenni (fyrr um Nafnlaus) og gasprar í Heimi að ég sé með nýtt golfsett. Leikur minn fer í rúst og ég þrípútta fyrsta grín og heimir vinnur á pari. Eftir fjórar holur er ég með 3 punkta og Heimir 3 up, pútterinn heitur hjá Heimi. Fimmta hola er forgjafarhola hjá Heimi og sem betur fer klúðrar hann henni og hún fellur. Ég spila sjöttu mjög vel og fæ auðvelt par og hugsa með mér að nú fái ég eina til baka. Heimir sullar niður 5 metra pútti. Ég átti ekki að fá að vera með í þessum leik! Heimir vinnur sjöundu á bógíi!! Og ég er fjórar niður. Heimir fer í brautarbönker á áttundu og ég hugsa með mér, Heimir og bönker! Þetta er unnin hola! En hvað gerist. Heimir á frábært högg og er um fimm metra frá holu. Ég fæ par og Heimir rétt missir fuglinn. Vinn mína fyrstu holu á níundu. Vinn svo 11 á fugli. Heimir vinnur 12 þar sem ég þrípútta 4 metra. Næstu holur hrinur leikur Heimis og ég vinn næstu 4 og er allt í einu kominn 1 up. 17 fellur og mikil spenna á 18. Við eigum báðir lélegt annað högg og erum rétt fyrir aftan veg, hægra meginn. Heimir slær á undan og á arfaslakt högg og fer bara hálfa leið. Ég reyni að sjálfsögðu að halda spennuni og slæ í bönkerinn. Heimir á flott vipp og er einn og hálfan frá og því pressa á gloppuhöggi mínu. Næ fínu höggi upp úr og er örlítið lengra frá, í hliðarhalla. Benni og Sammi þurftu að gerast mælingamenn til að meta hvor átti að gera næst. Negli púttinu í og næ sigri. Erfiður leikur sem Heimir tapaði frekar en að ég hafi unnið. Niðurstaðan 2/0    EN MIKIÐ DJÖFULL ER GAMAN SPILA HOLUKEPPNI!!!

Kv, Ingi

Ingi Ólafsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 12:18

3 identicon

Það þurfti enginn að fara fram úr í gær
Á öllu var festa og agi
Sammi með fimmuna assgoti fær
Og drævin í fínasta  lagi

 

 

 

 

En heldur strembinn var hringurinn þó
Húkk var í höggum hjá Samma
Heljarhátt  til himins sló
Og mikið mátti  hann þramma 

Á fjórtándu holunni leiknum var lokið
Eftir ljómandi skemmtilegt geim
Fyrir Samma  var í flest skjól fokið
Og þá fórum við bara heim

 

B

Benedikt Hauksson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 15:10

4 identicon

Ég og Óli áttum leik saman. Byrjaði ekki gæfulega, upphafshöggið endaði út á 18 braut og Óli vann þá holu. Jafnt var eftir 4 holur en þá hrökk ég í gírinn eftir vinkilpútt á 5 á meðan Óli týndi sínum bolta. Í röð komu 4 pör og eftir 9 var ég þrjá upp og á 40 höggum. Spilamennskan á seinni 9 var ekki eins góð. Óli fékk gott par á 14 og staðan jöfn og 4 holur eftir. Óli var helv. heitur á pútternum. Ég ákvað að taka 4 járn á 15. teig og var eini í hollinu á braut, á sama stað og þegar maður hittir braut með driver. Óli lenti í vandræðum og sló að lokum nokkra bolta í tjörnina. Ég tók 5 járn á 140m og sló yfir, smá fade (ekkert húkk) og notaði staurinn fyrir björgunarhringinn til að hindra að hann færi ekki niður í lækinn. Er björgunarhringur ekki til þess?? Náði skolla og leikurinn unnin 5/3

Takk fyrir skemmtilegan leik Óli.

Man ekki hverjir spiluð með okkur. Veit ekki hvort þeir séu í félaginu okkar, áttu sjaldan teiginn ;-)

Emil (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 15:37

5 identicon

Já hún var lítil keppnin

sem Benni fékk í dag.

Og ég má teljast heppinn

að lifa daginn af.

En fátt er svo með öllu illt

ei boði nokkuð gott.

Ég lærði af þessu allsvakalega

og NÚNA er sveiflan flott.

Sá næsti sem lendir í keppni við mig

verður mulinn eins og grjót.

Enginn bolti í haganum,

dansað á skaganum,

og sungið fram á nótt.

Kv, Sammi

sammi (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 11:58

6 identicon

Sælnú!

Eins og fram hefur komið hjá Gumma þá lenti í ég því að vinna hann 2 og 1. Ég er nú einu sinni þannig gerður að ef ég legg af stað með settið á bakinu og hef hugsað mér að ganga 18 holur þá reyni ég að spila þær allar. Mér hefði því aldrei dottíð í hug að vinna þetta fyrr en á 17.
Annars var gaman að spila við Gumma, hann var reyndar með helvíti mörg högg á mig en nýtti þau ekki nógu vel. Þetta er kannski spurning um að fara í Bása nokkrum sinnu, svona kannski 80 sinnum og slá ú 2-3 fötum í hvert sinn. Hann á mikið inni.
Óli og Emil léku með okkur og voru ágætis skemmtun inn á milli högga hjá okkur Gumma. Það er rétt að Emil er orðinn asskoti heppinn með þessa staðsetningar græju sína. Ég hélt sjálfur að þetta væri bara notað út á braut til að ákvarða lengd að flöt og svoleiðis en þegar ég sá að leit á græjuna fyrir 20 metra chip sem hann setti svo í boltann minn við stöng þá féllu mér allar flatar lýs úr augnbrúnum. Ólfi átti ekki sjéns í Emil og Græjuna. Ég er reyndar að hugsa um að kalla hann G-Mail hér eftir, svona til að tengja hann almennilega við tækið.

Takk fyrir leikinn, frábær dagur í alla staði!

Jóhann

Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 20:25

7 identicon

Betra seint en aldrei.

Sælir félagar.

Dálítið seinn að skila inn skýrslu fyrir síðasta leik. Það verður að segjast eins og er að þó ég hafi rúllað yfir Gulla þá var hann mjög duglegur að hjálpa mér. Hann tók upp á því að þrípútta og missa högg eins og ég hafi pantað það. Reyndar mjög erftitt fyrir Gulla að spila á móti manni sem fær ÖRN á 12 holunni.

Þetta endaði þannig að ég vann hann 6-5. Sem í raun var allt of stór sigur miða við hvað Gulli er frábær strákur .

Gummi þú ert næstur................

MIS (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband