Leita í fréttum mbl.is

4. umferð

Fjórða umferð í holukeppninni fór fram í Grafarholtinu á þriðjudag. Veðrið var þokkalegt en undir lokin var orðið ansi kalt. Mætin var góð, vantaði aðeins Benna en hann stakk af til Barcelona til að fagna sigrinum í Meistaradeildinni og skildi okkur hina eftir í kuldanum. Annars vil ég biðja menn að muna eftir að skila inn skorkortum að leik loknum svo formaðurinn geti fært inn stöðuna jafnóðum. Hann á ekki að þurfa að grenja það út mörgum dögum síðar ;-)

Næsti leikdagur er svo planaður á Skaganum.

Munið svo að til að skoða leikjaplan sumarsins og úrslit einstakra leikja er farið inn á Dagskráin 2009. TIl að skoða stöðu í holukeppninni og punktakeppninni er farið inn á Staðan 2009, allt undir Síður

.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnús vs Guð

Ég kom mjög seint á teig og var ekki tilbúinn í svona leik. Ég átti slatta af höggum inni áður en við lögðum af stað og vann fyrstu og önnur féll og maggi vann 3 og 4 féll......síðan þegar ég leit á skorkortið á 9 þá var staðan 5 up fyrir magga. Þetta var frekar léttur dagur hjá magga þar sem ég kveikti í honum í byrjun að hann þyrfti 38-40 punkta til að sigra í dag.  Ég kláraði leikinn fyrir magga á 13 og hann vann 6/5. Það sem þótti vest við þetta einvígi var ekki hvað ég tapaði mörgum boltum eða sló ílla, það var miklu frekar að tapa fyrir manni sem heldur með Liverpool.

 Aðrir í hollinum voru til fyrirmyndar og eindæmum skemmtilegir menn, enda er ég búinn að tapa fyrir þeim báðum í þessari blessuðu holukeppni.

 Það sem ég vil segja við næsta mótherja, það styttist í minn fyrsta sigur.

kv / - Guð

Guðmundur (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 17:51

2 identicon

Þegar ég sá að ég átti leik við formanninn þá fór ég að pæla hvaða plan ég ætti að leika á móti honum, ég ákvað að mæta með leynivopn með mér og hafa caddy til taks sem væri einnig með smá læti og myndi taka formanninn á taugum, þetta virkaði mjög vel þar sem formaðurinn náði aldrei tökum á leiknum og var eiginlega alltaf í hlutverki þess sem þurfti að sækja, þetta var mjög spennandi leikur og munuði alrei meir en einni holu alveg frammá 12. holuna, en alltaf var það mér hagstætt, þannig að nokkrum sinnum komst ég eina upp, en Formaðurinn náði alltaf að jafna, en þegar ég vann 12. holuna þá var ég kominn tvær upp, en það stóð stutt við þar sem formaðurinn vann bæði 13. og 14. og allt jafnt og hann átti forgjöf á 15. og 16.  Einvhern veginn tókst okkur báðum að klúðra 15. holunni, ég setti í skurðinn og hann í vatnið, þannig að hún féll ég á 7 og hann 8 en með forgjöf.  Sú 16. féll einnig eftir að við vorum báðir rétt fyrir utan grín í tveim höggum, en ég náði að vippa inná stöng og fá par á meðan hann tvípúttaði, en átti forgjöf, enn allt jafn og aðeins tvær holur eftir, þá tók hann sig til og setti upphafshöggið í vatnið á 17. og því auðveldur leikur fyrir mig að stilla upp fyrir framan grín, vippa uppað stöng og setja parið í. Þannig að þarna var ég kominn með Dormie og fór því sáttur á 18. teiginn, eiginlega var engin spenna á 18. þar sem ég fékk auðvelt par og vann þá holu líka og því leikinn 2-0.  En vil þakka formanninum fyrir góðann og skemmtilegann leik, ég endaði með 35 punkta og því spilamennnskan í lagi.

Vil einnig þakka Denna og Óla fyrir ánægjulegann dag.

Það var þó Denni sem sló í gegn í hollinu í dag, á 4. teig átti hann annað af sínum snilldar höggum dagsins, hann ætlaði að herma eftir Emil og nýta sér stíginn til að skondra boltanum áfram en tókst ekki betur til en að boltinn hans lennti í pínulitlum staur og skaust nánast alla leið til baka aftur.  Svo á 18. holunni var eiginlega aðal höggið hans, eftir gott upphafshögg var hann aðeins 155 metra frá holu, en fyrir aftan 150m hælinn, svo í öðru höggu þá hitti hann svona rosalega flott í 150m staurinn að þvílíkur smellur sem kom og Denni heppinn að vera enn með bæði augun í lagi, en hann hlýtur að vera vel tryggður þannig að líklega kemur þetta ekki að sök.  Kúlan hinsvegar endaði um 75m fyrir aftan það sem hann sló og því atti hann 230m eftir að flöt eftir tvö högg.

Hlakka til að glíma við næsta keppanda.

Aron

Aron Hauksson (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 18:29

3 identicon

Ingi vinnur Samma 1/0

Mér hefur í gegnum tíðina gengið nokkuð vel með Samma og oftar en ekki hafa drævin verið honum erfið. En ég hitti á Samma með dræverinn funheitan. Höggin löng og næstum bein. Fyrstu fimm holurnar féllu, þar sem ég bjargaði mér með góðum púttum. Sammi fær par á sjöttu og átti að auki forgjöf. Ég hafði ekkert svar við því. Sammi 1 upp. Ég vinn holu 8 á pari en Sammi fær skolla. Sammi kominn með 19 punkta eftir 8 holur!! Ég fór þá að minna Samma á að það stefndi methring og lækkun, svona til að trufla stemminguna. Þessi sálfræði virkaði ekki, því ég tapaði 9 með því að fá sexu. Ég legg hér með af allar sáfræðitilraunir og tileinka mér þá aðferð að spila bara betur en andstæðingurinn. En mjög gott golf á fyrri níu, ég með 19 punkta og Sammi með 21. Ég vinn 10, jafnt. Sammi vinnur 11 með forgjöf og er aftur 1up. "Ætlar hann virkilega að spila heilan hring án mistaka" hugsaði ég með mér. Mistökin komu á 12 því Sammi sló yfir teiginn á 11, fékk slæma legu og í tómu tjóni. Ég fékk par og jafnaði leikinn. Skolli á báða á 13. Ég vinn holu 14 og er loks kominn yfir! Fimmtánda skrautleg að venju, Sammi missti boltan út og eftir fjögur högg um 70 metra frá holu. Ég aftur á móti um 110 metra frá í tveimur. En til að auka líkurnar á magasári, þá slæsa ég í lækinn hægra meginn. Fáum báðir sjöu, en Sammi á forgjöf. Allt jafnt og mikil spenna og stress! Sammi skallar upphafshöggið á 16, aðeins upp í holtið og á c.a. 200 metra í pinna. Ég á frábært dræv, aðeins um 130 metra frá pinna á miðri braut. En Sammi á undra fimmtré og yfirslær flötina. Ég á flottan bolta sem endar 5-6 metra frá holu. Sammi vippar þriðja högginu frábærlega er með öruggt par og ég verð að fá fugl til að jafna! Sem ég geri og enn er allt jafnt. Þetta er orðin spurning um hvor er með betri taugar. Og taugarnar bresta hjá Samma á 17. Kippir í upphafshöggið og er loks kominn á flötina í fimm höggum. Fæ léttan skolla og er eina upp og dormie. En Sammi ætlar ekki að gefa eftir baráttulaust og spilar síðustu brautina frábærlega og er í bullandi fuglafæri. Ég druslast inn á grín í þremur, 3-4 metrum fyrir ofan holu. Sammi rétt missir fuglin og fær auðvelt par. Ég verð að setja niður púttið til að fá allan vinningin. Og auðvitað negli ég því í. Frábær leikur, með þeim skemmtilegri sem ég hef spilað, takk fyrir það Sammi. Gulli rölti með okkur ásamt aukamanni sem var eitthvað seinn á teig, byrjaði á fjórðu. Gulli sá um að ræða málin við hann á hringnum!!!!!!

3 leikir og 3 vinningar. Hef því ákveðið að endurnefna mig, heiti því framvegis VINN-INGI 

Ingi Ólafsson (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 23:07

4 identicon

Já, það er rétt hjá fyrrverandi formanni. Hann mætti með lítið leinivopn. Málið var ekki að caddyinn truflaði mig eitthvað, þvert á mót, var hann í alla staði til fyrirmyndar og sóma. Það sem blundaði bara í mér var að gera ekki of lítið úr pabba gamla þ.a. ég spilaði bara á hálfum dampi. Ég veit að slíkt getur haft varanleg áhrif ef svona pabbar eru illa niðurlægðir. Annars þakka ég bara fyrir skemmtilegan leik og meðspilara. Eina sem ég get kvartað yfir er að hitastigið hefði mátt vera yfir 0 gráðunum.

Formaðurinn

Emil (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 14:31

5 identicon

Eins og Gummi kemur inn á þá gróf hann sína eigin gröf áður en leikurinn var byrjaður með því að ógna mér.

Segja að ég þurfti minnst 38-40 punkta til að vinna sig og svo skvetti hann olíu á edlinn á 5 teig þegar hann sagði þetta aftur. Þá var mér nóg boðið og tók næstu 5 holur. Reyndar skiptir mig engu máli hvort ég vinn undited mann eða Arsenal gæja, þeir eru alltaf jafn sætir sigranir á móti þessum aðilum

Eftir að hafa unnið síðust tvo leiki 6-5 reikna ég fastlega með að þetta sé orðin hefð...................... svona bara þannig að næsti viti það.

Heimir.................................

/mis

MIS (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 17:25

6 identicon

Högg dagsins átti Jóhann, það er ekki spurning. Hann stillti sér upp á 10 teig sveiflaði og svo ..... boltann. Þegar við horfðum á eftir honum þá var það ekki beint áfram heldur aðeins til hægri, ja í raun mikið til hægri þannig að ég segi rétt frá þá var það rosalega mikið til hægri. Endaði boltinn á 4 gríni 3m  frá stöng.

Snilldarhögg

mis (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 17:29

7 identicon

Sorry seinaganginn... er erlendis á flakki og ekki alltaf tengdur..

Jóhann vann semsagt Heimi 6 og 4.

Heimir er fínn náungi, alveg andstætt því sem þið hinir haldið fram . Ætli megi ekki segja að leikurinn hafi unnist nokkuð örugglega enda var Heimir ekki að leika sitt besta golf. Meira að segja umrætt teighögg mitt á 10. teig sló Heimi ekki úr ójafnvægi.

Sjálfum fannst mér annað höggið á 12 vera flottara en teighöggið á 10. Upphafshöggið hafði ég húkkað í grjótið vinstra meginn en fyrir náð og miskunn æðri máttarvalda endaði hann á grasinu niðri á flatanum ca. 280 metra frá flöt. Fullur af öryggi og túnfisksamloku tók ég dræverinn aftur og þrumaði boltanum í átt að gríni og endaði örítið stuttur. Svona leikur maður til sigurs.

 Takk fyrir góðan dag!

Jóhann

Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband