Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Mánudagurinn 14. ágúst 2006

Maggi og Óli hittus á GKG og spiluð.

 

Leikar fóru þannig að Maggi hafði sigur.

 

Leikskýrsla Magga:

Sælir félagar.

Þegar ég vissi að Óli ætlaði að spila við mig fór maður að pæla hvernig hægt væri að vinna kauða.

Ég komst að því að hann hafði aldrei spilað á GKG þannig að sjálfsögðu bauð ég honum þangað til að auka vinningsmöguleikana.

 

Þeir sem spiluðu með okkur voru Emil og gestur að nafni Guðlaugur Guðlaugsson.

Báðir miklir vinir mínir enda þurfti ég á því að halda. Það má einnig koma fram að Óli er einnig góður vinur minn, en það er nú annað mál.

 

Á 1 holu átti óli gott drive og missti síðan 2 höggið til hægri þar sem tréin eru. Gulli (vinur minn) sagðist hafa séð hann fara inn í tréin, þannig að óli kallinn fékk víti og alles.

MIS tók fyrstu með 5 en óli fékk eitthvað meira. Þegar við vorum að labba á 2 teig sáum við hvar bolti lá á fínum stað pinn hæ. Og að sjálfsögðu var það boltinn hans óla.

Þannig að eins og þið sjáið er gott að hafa aðra spilara í hollinu með sér en ekki á móti.

 

Næstu holur spiluðust án þess að mikið gerðist. 2 holan féll, MIS tók 3, 4 og 5 féllu, MIS tók 6 og óli tók 7, MIS tók 8 og níunda féll. Þar setti MIS pútt í fyrir utan grín þannig að hún féll.

Spilamennskan á fyrri níu var alveg þokkaleg þannig að það gat allt gerst á seinni níu. Það byrjaði frekar rólega, 10 og 11 féllu. Óli tók síðan 12 og átti góðann möguleika að taka 13 líka en það hafðist ekki. MIS tók síðan 14 og átti þá orðið 3 holur. Óli var ekkert á því að gefast upp og 15 féll. Þá fann Gulli 2 Opal snafsa sem deilt var á liðið og það var greinilegt að það fór mismundandi í menn. Óli "hænuhaus" fór í dobbel en MIS paraði og vann þar með leikinn 4 - 2.

Aftur á móti er greinilegt að Emil á taka svona inn fyrir hverja holu ef ekki hvert högg. Eftir fjögur högg var boltinn á bakvið tréhríslu og á leiðinni inn á grín var þétt - og hávaxið kjarr.

Já, lengdin var svona 70 M. Emil sló.................... flott högg en helv..... fast þannig að maður sá fyrir sér að boltinn yrði við stöng á 2 gríni. 15 og 2 eru með samvaxin grín.

 

NEI, boltin lenti á gríni rúllaði í miðja stöng og ofan í, LÉTT PAR. Snilldar högg. Eftir þetta er spurning hvort að það eigi ekki að senda menn í lyfjapróf þar sem svo nokkuð gerist.

 

 

Við þakka Óla fyrir góða keppni og Emil fyrir að vera svona góður golfari, og miklu betri fyllibytta en Óli. Óli er líka góður golfari, en það er nú annað mál.


Sunnudagurinn 13. ágúst 2006

Formleg umferð var spiluð á Hellu í dag.

 

Leikar fóru þannig:

Svenni og Ingi skildu jafnir.

Benni sigraði Heimi.

 

Aðrir sem voru mættir til leiks:

Aron

Ingi Þór


Föstudagurinn 11. ágúst 2006

Benni og Emil hittust og spiluðu á Korpunni og leikar fóru þannig að Benni hafði sigur.


Miðvikudagurinn 9. ágúst 2006

Umferð var leikin í Grafarholtniu, í blíðskaparveðri, þó þegar líða fór á, kom smá rok og rigning.

 

Leikar fóru þannig:

Ingi Þór og Ingi skildu jafnir eftir mjög spennandi leik.

Maggi vann Svenna á 18. holunni.

 

Aðrir sem mættir voru en náðu ekki leik voru:

Aron

Óli

Gulli

 

Leikskýrsla Magga

Sælir félagar

 

Við byjuðum að spila í flottu sumarveðri og enduðum í haustveðri.

 

Það má segja að spilamennskan hjá okkur hafi verið eins, flott í byrjun en dalaði sem á leið leikinn.

 

Við byrjuðum á því að vinna til skiptis fyrstu holurnar þannig að eftir 5 holur átti ég 1. Verð að viðurkenna að það var smá heppnisstimpill yfir 5 hjá mér. Svenni var tæpur með upphafshöggið sitt og tók varabolta, sama var hjá mér. Eftir að hafa fundið boltann hans Svenna þá var farið að leita að mínum sem fannst ekki. Þegar ég fór að slá minn bolta tjáði svenni mér það að hann væri í 4 höggum í grínkanti, þannig að leikurinn var allt í einu opinn. Inná höggið hjá mér var lélegt, þannig að ég var í 4 neðst á  gríni og holann efst. Svenni átti snilldar inná högg og tryggði 6, ekki má gleyma að hann átti högg. Þannig að ég varð að setja niður ca 10, pútt upp í móti.................. og að sjálgsögðu gerði ég það. HOLANN FÉLL.

 

Áfram hélt leikurinn og eftir 9 átti ég eina. Síðan tók ég 10 og svenni 11. Ég tók síðan 12, 13 og 14 féllu.

Svenni vann 15 ég ætla ekkert að fara nánar út í þá holu............................... það sem skiptir máli er að svenni vann hana.

Þannig að ég átti eina og þrjár eftir. 16 féll og 17 líka. En þar var svenni í góðum sjéns að vinna holuna þannig að allt yrðir jafnt fyrir 18.

Síðan fengum við báðir 5 á 18 sem féll og ég vann 1-0.

 

Ég vil þakka svenna fyrir skemmtilegann leik og Óla haffa fyrir frábært högg á 11 þar sem hann vippaði ofan í.................. bara snilld.

 

Svo verð ég að segja ykkur hvað ég er ánægður með þennann félagsskap. Ef það koma upp góðar hugmyndir þá eru þær bara settar í framkvæmd og ekkert múður eða mas.

 

Hlakka til næsta leiks.

 

Kveðja,

 

Magnús Ingi Stefánsson ? Forstöðumaður Upplýsingasviðs


Miðvikudagurinn 2. ágúst 2006

Umferð var leikin í Grafarholtniu.

 

Leikarfóru þannig að

Gulli vann Svenna.

 

Leikskýrsla Gulla:

Sælir félagar,

já ég og Svenni vorum eina parið sem gátum tekið leik í gær og vourm líka þeir einu sem mættu þannig að við urðum 2 í holli inná milli fjögurra manna holla langt sem augað eygði. Bið á öllum brautum sem er ekki mjög spennandi, Sammi hringdi og ætlaði að hitta okkur á 2 braut og spila með okkur en við fundum hann aldrei og þó leituðum við vel og lengi í röffinu. Vorum að spá hvort ætti ekki að skíra félagið FÉLAGA LAUSA félagið eða þannig þar sem ekki koma fleiri og spila á leikdegi  en nóg um það. Leikurinn spilaðist ágætlega hjá mér þar sem Svenni var ekki líkur sjálfum sér í golfinu og lauk leik á 12 holu 7/6 sigur fyrir mig. Ég púttaði út á öllum brautum og endaði í 38 punktum (fyrsta lækkun í tæp 2 ár, loksins) lækkaði í 10,8 í forgj.  Takk fyrir hringinn Svenni.

kv, Gulli


Þriðjudagurinn 1. ágúst 2006

Emil og Maggi hittust og spiluðu á Grafarholtinu.

 

Leiskýrsla Emils:

Maggi gat ekki spilað í dag, þ.a. við Maggi spiluðum okkar leik í gærkveldi. Sá leikur fór á 18. holu að venju hjá Magga og marði ég hann 1-0. Maggi átti séns á að jafna leikinn með 50cm pútti sem svo klikkaði.


Miðvikudagurinn 26. júlí 2006

Umferð var leikin í Grafarholtniu.

 

Leikarfóru þannig að

Gulla vann Samma á 14. holunni.

Óli vann Inga Þór á 18. holunni.

Maggi vann Heimir á 14. holunni.

 

 

Leikskýrsla Gulla:

gulli vs sammi

Ég og Sammi spiluðum í gær í holtinu í ágætis veðri. Ég tók fyrstu 2 á pari sú 3 féll og vann næstu 2 4up eftir 5. Sammi vann 7 og 8 en ég þá níundu. Eftir 9 var ég komin í góða stöðu 3 up. þá 10 og 11 vann ég en Sammi þá 12 eftir að ég reyndi að cutta hornið og lenti upp við stein og tók víti. 13  vann ég og var þá komið dormie ég með 5 up og 5 holur eftir, ég tók svo 14 á pari og vann hana og leikinn 6/4. Takk fyrir leikinn Sammi og Emil fyrir hringinn sem var með okkur  sér til gamans.

kv, Gulli

 

 

Leikskýrsla Óla:

Ingi Þór er vinur minn.   Hann byrjaði á því að koma með golf kerru í kassa,sem ég hélt að hann ætlaði að spila upp á og síðan gaf hann báðum hollunum golfbolta, þannig að ég hélt að eitthvað lægi að baki svona rausnarlegum móttökum og var ég efins svona til að byrja með.

En það lá ekkert að baki þessu því hann leyfði mér að vinna líka. Reyndar var golfkerran ekki mér ætluð heldur fékk Emil hana.?  Ég þorði nú reyndar ekki

Að  nota boltana sem hann gaf mér.

Fyrri 9 voru mjög jafnar 5 féllu og við unnum sitthvorar 2.  10 byrjaði vél hjá mér en  11 féll og ég átti eina, þá gaf ég Inga 12 og 13 þar sem ég var kominn

Í farið sem ég var í vikuna á undan og ég tók upp á báðum.  14 féll og ég vann 15 og 16 en þar var ég með forgjöf og átti ég þá aftur eina, en ég missti hana

Á 17 og vorum við þá jafnir og aðeins 18 eftir.  Það leit ekki sérstaklega vel út hjá mér eftir annað höggið, náði ekki yfir veg en Ingi var við bönkerinn og átti létt sipp

Inn á holu ca 5-6 metra, ég setti hann þá bara upp á pinna í 3ja og lokaði þessu á pari þar sem Ingi Þór endaði á einum yfir.

Ég held bara að ég sé svona haust spilari því mér fer aldrei að ganga vél fyrr en eftir mitt sumar og fer aldrei almennilega í gang fyrr en að hausti.

 

Takk fyrir mig Ingi Þór.  

 

Leikskýrsla Magga


Miðvikudagurinn 19. júlí 2006

Umferð var leikin í Þorlákshöfn, í blíðskapar veðri, smá gjóla, skýjað og hlýtt.

 

Leikar fóru þannig:

 

Aron vann Emil á 14 holunni.

Gulli vann Óla á 10. holunni.

Benni og Ingi gerðu jafntefli.

Sammi spilað með sér til skemmtunar.

 

 

Leikskýrsla Arons:

Emil var ekki að spila sitt golf í dag, ég átti 3 holur eftir 4 og 4 eftir fyrri 9, það gekk lítið upp hjá Emil í dag, á seinni 9 byrjaði náði Emil aðeins að klóra í bakkann en eftir að ég vann 12. og svo 14. þá var leikurinn búinn.  Völlurinn var fínn, flatirnar hefðu mátt vera aðeins betur slegnar, en allt fínt að öðru leiti, skemmtilegur völlur sem er fljótur að refsa ef maður er ekki á braut.

 

Þakka Emil fyrir leikinn og Gulla og Óla að vera okkur til samlætis.

 

Aron

 

Leiskýrsla Gulla:

Gulli vs Óli

Við spiluðum við góðar aðstæður í Þorlákshöfn, ég paraði fyrstu 2 og vann þær og líka þá næstu. 3up eftir 3.Sú 4 féll á 9 höggum. Þetta virtist setja Óla alveg út af laginu því eftir þetta vann hann ekki holu og lauk leik á 10 holu  9/8 sigur fyrir mig. Spilaði ágætt golf 33 punkta. Óli, Emil og Aron takk fyrir hringinn.

kv, Gulli 


Mánudagurinn 17. júlí 2006

Svenni og Ingi Þór hittust á Akureyri og spiluðu sinn leik á Jaðarsvelli. 

Leikar fóru þannig að Svenni hafði sigur á Inga Þór


Miðvikudagurinn 12. júlí 2006

Umferð var leikin í kvöld á Grafarholtinu í blíðskaparveðri, völlurinn er orðinn fínn, 4., 8., og 12. grínin eru furðanlega góð miðað við hvað þau eru ný. Leikar fóru þannig:Óli vann Aron á 18. holunni.Emil vann Heimi á 18. holunni.Maggi vann Denna á 18. holunni.Ingi vann SammaSvenni vann Benna. Leikskýrsla Magga:Þannig að það sé á hreinu þá spila ég bara eins og andstæðingurinn leyfir.Það er ástæðan fyrir því að maður FER með flestalla leiki á 18.MIS tók fyrstu með fugl, önnur fell eftir að Denni þrípúttaði. Denni tók síðan þríðju eftir snilldar annað högg með “hálfvitanum” sínum. Eftir fjórðu mæli ég með því að gestaspilarar verði bannaðir. Denni tók vinnufélagann sinn með sem átti greinilega að vinna á móti mér sálrænt.Það tókst helv…. Á fjórðu. Hann spurði mig hvort ég hefði nikkur tímann farið í brautarbunker vinstra megin. Ég svaraði að ég hefði ALDREI farið í hann sem var satt á þeim tíma. Að sjálfsögðu setti ég drævið beint í þennan helv..... bunker og þurfti FIMM högg til að komast upp úr honum. Þetta varð Denna hola. Á fimmtu fékk MIS síðan fugl og allt var orðið jafnt aftur. Holustaðsetningin á sjöttu var bull og MIS fjórpúttaði, denni tók hana. Sjöunda og áttunda féllu. Þar sem denni þrípúttaði á áttundu í raun birdie færi.MIS tók síðan níundu og allt jafnt eftir níu. Denni tók síðan tíundu og ellefta féll. MIS tók tólftu og þrettandu þar sem hann notaði bara járn og tók Denna á taugum með þessari aðferðafræði. Denni tók fjórtandu og allt orðið jafnt. MIS tók fimmtándu og sextándu þar sem járnasálfræðin skilaði öðru pari. Þannig að MIS átti tvær og tvær eftir.Denni tók sautjaándu og allt í járnum. MIS átti eina og Denni á högg á átjandu. MIS var á gríni í tveimur og Denni í þremur. Eftir fyrri pútt  áttu bæði MIS og Denni um meter eftir. Denni sem var ívið lengra í burtu setti sitt niður og þar með komin gífurleg pressa á MIS. En MIS stóðst hana og setti púttið niður, holan féll og MIS vann 1-0. Vil Þakka Denna fyrir skemmtilegan leik, þó svo hann hafi tekið vinnufélaga með til að taka MIS á taugum. Ef hann ætlar að taka vinnufélaga með í aðra leiki mælist ég til þess viðkomandi neiti því það er ekki víst að sá leikmaður hafi sömu stáltaugar og MIS hefur.Leikskýrsla Óla: Óli vs Aron. Það á víst ekki af Aroni að ganga, sagan segir að það eigi allir stórleik á  móti honum.?Þetta byrjaði nokkuð vel hjá mér en ég var tvær upp eftir fyrri 9 og með 21 punkt, og var ég jafnvel farin að njóta þess aftur að spila golf.En að sjálfsögðu var Adam ekki lengi í paradís og eftir að ég hafði unnið 10 og komist 3 yfir.. Aron fór þá í gang og vann 11-12Og var orðin heitur þegar áfallið kom, Heimir sló óvart Arons kúlu og Aron Heimis þannig að missti holuna og ég var aftur kominn með 3 og4 eftir og ég með  forgjöf á tvær af þeim.  Eg gerði allt til  að hjálpa Aroni til að vinna en sem betur fer nýtti hann sér það ekki og ég vanná 18.  Þakka þér  Aron fyrir að rífa upp sjálfstraustið hjá mér.   Leikskýrsla Emils:Emil vs Heimir
Þett byrjaði bara nokkuð vel hjá mér og var kominn 5  upp eftir 9 holur og minn maður í góðum málum. Þá var eins og tankurinn væri bara tómur. Tapaði 10, 11 féll og 12 tapaðist. Sú þrettánda var ónýt af minni hálfu en þá datt út úr Heima að hann væri að slá kúluna hans Arons !!!. Í stað þess að Heimir væri búinn að minnka muninnn niður í 2 var staðan 4 upp fyrir mér. Hann vann svo holu 14 með fugli  og þá 15 á einhverju öðru en fugli, eða þannig. Á 16 braut átti ég forgjöf  og náði að fella hana eftir að Heimir missti stutt pútt.. Dormie  Ég gat svo gert út um leikinn á 17 með því að setja niður 50cm pútt en klikkaði  og í staðinn setti Heimir niður 12M pútt.  Ég náði svo loks að merja sigur á þeirri átjándu. Sem sagt 2-0.
Takk fyrir leikinn Heimir.
Takk líka Aron og ÓliLeikskýrsla Inga:Ingi vinnur Samma 4/2 Leikurinn jafn framan af. Sammi vinnu 3, Ingi 4 holu. Sammi á forgjöf á næstu 2 og vinnur þær báðar og er þá kominn 2 upp eftir 6. Ingi vinnu sjöundu, 8 og 9 falla. Sammi vinnur 10 og er því aftur kominn 2 upp. Þá verða kaflaskipti í leiknum, Sammi fer að gefa eftir en Ingi heldur sínu striki og gott betur. Fer það svo að næstu 6 holur eru eign Inga og klárar hann leikinn því á 16, 4-2 Takk fyrir leikinn Sammi. Ps Svenni vann Benna 3/2

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband