Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

16. leikdagur, Grafarholti/Korpan, þrír leikdagar, og lokahófið 20. sept.

Þá er mótinu lokið hjá okkur og uppskeruhátíðina yfirstaðin.

Lokaumferðin var á smá reiki þar sem veðrið setti mikið strik í reikninginn og ekki hægt að spila flesta daga vikunnar.

Lokahófið fór einnig fram að kvöldi 20. sept, heima hjá Samma þar sem snæddur var dýrindis matur og horft á Ryderinn.

Verðlauna afhendingin fór í rosalegt rugl þar sem einhverjir félagsmenn óvirtu samkomuna með leiðinlegum uppátækjum um það leiti sem bestu mönnum sumarsins voru veitt viðurkenningar.

Sigurvegarinn var Maggi.

2. sætið, Ingi

3. sætið Emil

Deildarmeistarinn, var valinn sá sem fékk flestu punktana fyrir 10 bestu hringina, og voru Maggi og Ingi jafnir með 31,5 punkta að meðaltali.

Púttmeistarinn, Gulli

Mestu framfarir Gummi, þar sem hann hafði lækkað úr 31,5 í 26,3

Bestu tilþrifin, Ingi fyrir örn á 7. holunni á Korpunni.

Í lokaræðu formannsins, sagði hann af sér og gaf boltann lausinn til að fá nýtt blóð í félagsskapinn og fá nýjar hugmyndir og áherslur.

Svenni sagði sig úr félaginu.

Nýr formaður verður valinn eigi síðar en á aðalfundi félagsins næsta vor.

Fráfarandi formaður leggur til að framvegis verði verðlauna afhendingin áður en áfengi verður haft um hönd.

Formaðurinn

 


15. leikdagur, Grafarholti, 7. og 9. september

Þá er 15. umferð lokið.

Spilað var í Grafarholtinu, bæði sunnudaginn 7. sept og þriðjudaginn 9. sept.

Á þriðjudeginum var skelfilegt veður, rigning dauðans og svo bætti hann í rigninguna.  En logn sem var gott.

Vallar aðstæður eru skelfilegar, búið að gata flatirnar og ekki beisið að spila þarna.

Smá saga frá sigurvegara vikunnar:

Ég fór ekki alveg með rétt mál í dag maggi, ég sagðist ver með 28 á völlinn, en ég er víst með 29.  Var með 27.6 = 29 þannig að ég fæ 39 punkta :) lækkaði úr 27.6 í 26.1

 

Það rættist úr þessu þannig að ég býst við að ég taki ekki þriðjudaginn sem skor, bara sem mætingu. Ég þarf vísu ekki einu sinni stig fyrir mætingu :) nema ef við ætlum að hafa mætingaverðlaun eins og Heimir stakk upp í dag.

 

Úrslitin eru hérna til vinstri.

 Formaðurinn

 


Nafnlausu félögunum meira til lista lagt en bara spila gott golf.

Er hann ekki flottur strákurinn með "krílið" sitt eins og hann vill nefna það

Krílið


14. leikdagur, Grafarholt, 3. september

Þá er 14. leikdegi lokið, spilað var í Grafarholti.

Rástímar klukkan 16:00, 16:20 og 16:30

Nokkrar skemmtilegar sögur:

Emil á ekki eitt heldur tvö snilldarhögg í dag. Það var á sömu holu og eftir hvort öðru.
Hann  setti drævið hægra megin í hæðina/grjótin. Þeagr hann sló annað höggin fór það ekki áfram eins flestir stefna á að slá boltann heldur fór hann þvert yfir brautina. Þannig að hann var komin í tvö högg og var aftar miða við fyrsta drævið. Að sjálfsögðu hlóum við ekki af þessu snilldarhöggi, nei nei nei. Flott að vera aftar í öðru höggi miða við fyrsta höggið. Þegar hann sló þriðja höggið fór það líka í stein þannig að boltinn fór aftur tilbaka, þannig að eftir þrjú fjarlægðist hann holuna. Var komin fjær holunni eftir þrú högg miða við stöðu boltans eftir drævið.
Gerir aðrir betur. Enn og aftur hlóum við ekki af þessum snilldarárangri. Emil á heiður skilið fyrir að taka þessu með svona mikilli ró og skemmta okkur hinum í hollinu.


Furðulegt golf í gær ég var með 43% hittar brautir og 45% hittar flatir en 42 pútt, 8 þrípútt!!! Niðurstaðan 25 punktar.

 

Heimir var aftur á móti að spila af mikilli snilld. Hann var 1 yfir eftir 9 holur og með 3 fugla á hringnum.

39 punktar hjá honum. Til hamingju með þessa lækkun, Heimir

Kv, Ingi

 

Lækkun upp á 0,9 hjá undirrituðum - fyrsta lækkun í 3 ár held ég bara...

 

Þess má geta að Ingi spilaði alls ekki SVONA illa, hann var með ótalmargar Reguleisjón-brautir, en hann var ekki með margar regjúleisjon flatir - held hann hafi náð 8 eða 9 þrípúttum - missti sem sagt 9 þrípútt.

 

Kv

Heimir, sem er loksins orðinn golfari aftur...

 


Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband