Leita í fréttum mbl.is

Fyrstu umferð lokið

Þá er fystu umferð lokið hjá Nafnlausa Golffélaginu. Spilað var í Grafarholti við glimrandi aðstæður í sól og hita. Sjaldan hefur Grafarholtið verið í svona góðu ástandi í byrjun sumars. Úrslit í holupeppninni urðu sem hér segir:
Magnús vann Denna
Emil vann Jóhann
Heimir vann Gumma
Ingi vann Gulla
Aron vann Samma
Benni vann Óla
Þá má geta þessa að fyrrverandi formnaður vor, hann Aron, átti væntanlega flestu punktana þennan daginn, 36 kvikindi. Þar sem þetta var frestuð umferð þá telur þetta aðeins í holukeppninni en ekki í punktakeppninni. Munið svo að blogga um leikina

kv
Formaðurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Formaðurinn og nýliðinn í hópnum(en enginn nýliði í golfinu),hann Jóhann, áttu leik saman í fyrstu umferð. ég var kominn 3 upp á tímabili en Jóhann jafnaði á 9. holu og allt í járnum. Þegar 3 holur voru eftir átti ég tvo á Jóhann og virtist sigurinn vera í höfn. En 16. setti ég í skurðinn og á 17. í vatnið og Jóhann vann þessar tvær nokkuð örugglega og allt jafnt á 18. teig.

Seinasta brautin var ansi skrautleg. Ég átti ömurlegt teighögg en náði að bjarga mér í green kant á þremur. Jóhann átti teighögg sem endaði í bönker en var svo rétt við green í tveimur. En þá hófst æðisgenginn höggleikur fyrir þessum 15 metrum sem eftir voru þar sem við vorum báðir komnir með 5 högg og um 70 cm frá holu. Ég setti ofaní og pressan var öll á Jóhanni fyrir að jafna leikinn. En, annaðhvort var pressan of mikil eða virðingin fyrir formanninum yfirsterkari að Jóhann missti púttið og sigurinn minn. Takk fyrir skemmtilegan leik. Með okkur í holli voru Maggi og Denni.

Ps. Denni, þú manst svo að búið er að opna Grafarholtið ;-)

kv

Emil

Emil (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 08:14

2 identicon

Ég spilaði við Denna og það var greinilegt að Denni vissi ekki fyrr en á 5 braut að þða væri búið að opna grafarholtið. Og þá eftir að Emil benti honum á það. Fær Emil litlar þakkir fyrir það, því það hefði getað kostað mig sigurinn. Eftir að hafa unnið 4 fyrstu holurnar tók Denni við sér og eftir 8 holur á ég 2 holur en náði að vera 3 up eftir að fá fugl á 9. Leikurinn hélst síðan í jafnvægi og náði ég að halda í þessar holur. Svo á 15. braut setti Denni svo í skurðinn, reyndar eftir að hafa slegið högg sem að fór ekki áfram heldur upp og svo beint út frá honum.................... furðulegt högg. Þá var draumurinn búinn hjá Denna og ég vann 5-3.  Þakka Denna fyrri skemmtilegan hring i góðu veðri og fínum félgsskap með Þeim Jóhanni og Emil. Sem oft á tíðum spiluðu mjög áhugavert golf og virtust þeir tveir stundum vera í sínum eigin heimi og spila eftir allt öðrum forsendum en við hinir.

Maggi (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 08:44

3 identicon

Þegar ég mætti á fyrsta teig og sá Samma kominn með driver í hönd þá leist mér ekki á blikuna, maðurinn er vanur að slá lengra en ég þegar hann er með 5tréið og ég driverinn.  Hinsvegar þá sá hann lítið til sólar, þar sem ég var í banastuði þennann daginn, átti skít létt regulation pör á fyrstu 4 holunum og var því 4 upp. Síðan náði Sammi að klóra í bakkann á næstu holum og hékk á þessum 4 holum þangað til að koma í 8. þá skellti hann sér á birdie og vann eina holu til baka, þannig stóðu leikar framá 12. holuna þegar Sammi missti örstutt pútt til að fella holuna, og einnig á 13. holunni og við erum að tala um örstutt pútt, 10-15 cm. Þá var ég kominn með DORMIE og sigurinn nokkuð vís, Sammi náði þó að klóra í bakkann og vinna 14. holuna, en þar við sat, ég fékk létt par á 15. holunni og leikurinn því búinn 5-3.  Þakka Samma fyrir góðan leik, ég hef trú á að þú eigir eftir að rúlla þessum félögum okkar upp í sumar, þegar driverinn er kominn.  Þakka Benna og Óli fyrir góðan og ánægjulegann hring.

Aron.

Aron Hauksson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 09:28

4 identicon

Af virðingu við keppinauta mína mun ég eingöngu ávarpa þá í bundnu máli hér eftir í netheimum.

Ef menn vilja vísu um sig þá verða þeir að tapa fyrir mér

Er Ólafur mætti á teiginn í gærég fann fyrir spennu og kvíðaþessi  Fylkismaður er  svo assgoti færað strax fór mér illa að líða en fljótlega hik á höggum hans fannstfyrir augum hans allt var í móðufrækinn sigur á Fylkinum vannstá fjórtándu holunni góðu

B

Benedikt Hauksson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 15:00

5 identicon

Hér kemur visan aftur ódulkóðuð 

Er Ólafur mætti á teiginn í gær
ég fann fyrir spennu og kvíða
þessi Fylkismaður er svo assgoti fær
að strax fór mér illa að líða

en fljótlega hik á höggum hans fannst
fyrir augum hans allt var í móðu
frækinn sigur á Fylkinum vannst
á fjórtándu holunni góðu

Benedikt Hauksson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 15:03

6 identicon

Af þekktri hógværð og virðingu fyrir mannfólki mætti ég á teig í Grafarholti vitandi að nú þyrfti ég að tapa fyrir Formanninum. Ég vissi að best yrði að tapa örugglega með 2-3 holum og stillti mig af gagnvart þannig spilamennsku.

Formaðurinn lék all bærilega og ég þurfti lítið að slá boltann í átt frá flöt eða út í móa. Undir lok fyrri níu brugðust taugar Formannsins og ég slysaðist til að jafna leikinn. Með mikilli yfirvegun og vel staðsettum höggum á 12 og 14 kom ég mér þrjá undir og reiknaði með að þannig færi leikurinn því Formaðurinn átti högg á mig á 15 og 16. Ég lenti í vandræðum á 15 þegar Formaðurinn fór að leika sér í sandkassanum fyrir neðan brekkuna en mér tókst að jafna leikinn með því að reyna 190 metra inná högg með áttunni sem reyndist of stutt og endaði í vatninu. 15 féll því. það var engan veginn mögulegt fyrir mig að vinna ekki 16 og 17 því Formanninum var öllum lokið og sló sjaldnast á braut eða nokkurn staðar nærri henni. Allt í járnum á 18. teig.

Ég sló á undan og setti hann örugglega í sandgryfjuna og tryggði jafnframt slæma legu. Ég var nokkuð viss um að Formaðurinn myndi nýta sér þetta og slá örugglega með járni á miðja braut en nei nei hann lét boltan svífa í holtið hægra megin og horfði síðan skilningslaus á GPS tækið sitt. Annað höggð heppnaðst ágætlega hjá honum og ég ákvað að slá út ú röffið vinstra megin þannig að ég hefði möguleika að að klúðra þriðja högginu ef Formanninum myndi fatast flugið á síðustu metrunum. Viti menn, Formaðurinn hittir ekki flötina og ég varð að sjanka boltann í bönkerinn hinum meginn við flötina. Ég verð að viðurkenna að þokkalegir golfarar hefður líklega séð í gegnum sveifluna í því höggi en ég er reyndar góður í að feika vonbrigði. Til öryggis setti ég glompu höggið yfir flötina fyrir framan bolta Formannsins nær holu til að ég gæti nú fylgst með framvindunni hjá honum. Viti menn, bolti Formannsins rétt rúllar upp á flötina og ég á enga möguleika á að klúðra öðru högg án þess að upp um mig komist. Ég chippa því inn fyrir metrann og læt boltan stoppa í hliðarhalla til að eiga einn loka sjens á að klúðra ef Formaðurinn heldur uppteknum hætti. Jú jú, ég þurfti að láta boltan leka yfir neðri brúnina og fram hjá og Formaðurinn gat fagnað sigri. Ég er ekki viss um að Maggi hafi trúað því sem hann sá enda leit hann á mig ásakandi augnarráði en ég leit hratt undan og sagðist þurfa að hlaupa út í bíl til að tjékka á pústkerfinu og myndi hitta þá síðar. Ég held að þeir hafi keypt það.

Annars var þetta bara gaman og ánægjulegt að sjá völlinn í svona fínu standi með nýju teigskiltin og sérstaklega fannst mér teigskiltið á 17 teig bera af.

 kv.//Jóhann (nýliði)

Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 15:55

7 identicon

Skýrsla 17. maí

 

Heimir vs Gummi

 Ég mætti tímanlega. Fyrstur! Enginn mættur. Hvað er að þessum gaurum? Á ég að nenna að æfa aðeins vippin? (Var að "æfa" kvöldið áður - það var eins og Stevie Wonder væri að æfa vipp...) - fékk svo bakþanka - lét fletta upp rástímanum - ekki skráður? HA? Ekki leikdagur? Heyrðu, viltu tékka á Grafarholtinu? ........Mættur með síðustu mönnum....

"God á 13 holur! Púff. Samt engin forgjöf á fyrstu tvær, svo ég verð að byrja með stæl, taka þar tvö pör og vona að hann nái ekki pari - brjótann niður!" Svo hófst leikurinn – niðurstaðan eftir tvær: God á tvær... „Djö. er ég góður í leikplönum...“ Niðurbrotinn maður. Næ samt einni til baka á 3. ekki mér að þakka svosem. Inná 5. á 4 – svo þrípútt! „Heimir, ætlarðu að vera í golfi?“

Svona var strögglað, God náði held ég aldrei 3 upp, en ég næ að jafna 12. ef ég man rétt,  13. fellur, tapa 14., sem er forgjafarlaus hjá God: „Nú ertu endanlega búinn að brjóta sjálfan þig niður og 15. framundan, sem sálgaði mér á hverjum hring sl. sumar “. (Hugsanir sem EKKi er mjög uppbyggilegar). 15. var líklega vendipunktur, þótt margir hafi veið í þessum leik: Sæmilegt dræv há mér, aðeins verra hjá God. Hann slær síðan í skurð vinstra megin, ég beint áfram og er 140+ metra frá flaggi. Gummi slær eitthvert, ég veit ekkert en sé að hann er ekki ánægður. „Hm. Leggja upp? Leggja upp! Ertu kelling maður? Svo skelfurðu bara yfir 40 m höggi í staðinn!“  Ríf upp 6járnið, miða aðeins hægra megin (seiv) og læt vaða. Kúlan fer beint, pinnhæ, utan gríns. Gummi finnst ekki. Ég legg að stöng og par.  1 upp.  16. slapp ég með skrekk, ég fann boltann, God ekki. 2 upp – dormí.

17. Báðir til hægri, ég sýnu styttra. Vippið ömurlegt, til hægri oni bönker – God of langur. „Ég og bönkerhögg...“. Hugleiddi að pútta uppúr – en hef aldrei gert það... 58°. Læt vaða. „Vott, þetta leit út eins og alvöru-bönkerhögg!?!?“ Samt 2-3 metrar, God kominn oní á 5, ég get unnið með því að setja í. „Púttin hafa verið ömurleg í dag“ – enn sýnishorn um óuppbyggilegar hugsanir í golfheila...

Púttið steinlá – 2-1.

Takk fyrir leikinn Gummi - Átt eftir að rúllaðeim...

Heimir Halfdanarson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 23:45

8 identicon

Ég keppti við Gulla og hafði sigur á 16 2/3

Hola 1 féll á skolla, þar sem ég missti rúman meter fyrir pari. Holu 2 vann ég á pari. Þriðju vann Gulli með góðu pari og átti að auki forgjöf. Gulli lenti svo í vandræðum á fjórðu og var í öðru höggi feti frá að fara í brautarbönkerinn 200m frá holu, í leiðilegum niðurhalla. Ætlaði að sjálfsögðu alla leið á grín, en hamraði boltann inn í barðið á bönkernum og kallaði svo: "Sáu þið hvert hann fór!" Ég og Heimir sáum það en fundum boltan samt ekki!! Ég vann því holuna auðveldlega. Gulli átti svo forgjöf á 5, ég fékk bógí en Gulli sexu. Ég var svo kominn 2up eftir 9 og skorið fínt, 17 punktar. Vann svo 11 með góðu pari og 12 líka þar sem Gulli sló drævið útfyrir og varaboltinn fannst ekki. Gulli kom svo með smá sálfræðitakta og sagði við mig að þetta væri búið, örugglega til að láta mig vorkenna sér. Ég gekk auðveldlega í þá gildru og tapað næstu tveim með því að fá 5 og 6. Nú voru góð ráð dýr, 15 braut framundan og Gulli með forgjöf og að auki er Gulli mikil sleggja sem hann og sannaði. Átti frábært högg á miðja braut og í fínum málum. Ég náði að koma mér í færi fyrir þriðja högg. Við settum svo báðir þriðja í pollinn. Gulli lagði boltann 4metra frá stöng í 4 höggi en ég sló í stöngina og var c.a. 2 metra frá. Boltinn hefði sjálfsagt farið lagnt yfir flötina ef stöngin hefði ekki komið til bjargar. Gulli tvípúttar en ég rek niður púttið og þar með féll holan. Þar með var allur vindur úr Gulla og 16 brautin var ein sorgarsaga hjá honum og ég vann hana með auðveldu bógíi.

Takk fyrir leikinn, Gulli og takk fyrir kvöldið Heimir og Gummi

Ingi Ólafsson (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 17:44

9 identicon

Ég verð að viðurkenna að ég var frekar fúll að tapa fyrir kennaranum. Byrjaði vel og sá auðvelda bráð sem ég ætlaði að klára hann á fyrri níu. Var nefnilega ekki viss hversu mikið úthald ég hefði, viti menn ég hafði bara 2 up eftir 9 holur. Hvað geðist í framhaldinu er ekki alveg vitað, eina sem mér dettur í hug er virðing fyrir eldri mönnum.....alla vega kom ekki nein greiðsla frá honum á bankareikninginn.

Alla vega, til hamingju með sigurinn Heimir.

Guðmundur (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 23:45

10 Smámynd: Nafnlausa Golffélagið

Nú, það er bara svona. Nýliðinn strax farinn að dissa formanninn. Spurning hvort ekki verði að taka þetta upp hjá aganefndinni. En málið er að skv siðareglum Nafnlausa Golfélagsins verður að sýna nýjum meðlimum nærgætni í fyrsta leik, eða eins og segir í reglunum: "Þegar nýr meðlimur félgsins mætir í sinn fyrsta skilgreinda leik má eldri meðlimur félagsins ekki gera lítið úr honum fyrir framan aðra meðlimi og skal ekki sigra hann fyrr en á 18. braut".

Þannig er það nú ;-)

Nafnlausa Golffélagið, 20.5.2009 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband