Leita í fréttum mbl.is

Önnur umferð

Í gær þriðjudag , var önnur umferð í Holukeppninni spiluð. Samhliða var spilað í Punktakeppninni. Veðrið var með eindæmum gott eins og síðast, sól og blíða.Mæting var þokkalega, þ.e. 9 mættu af 12.Staðan í Holu- og Punktakeppni mun verða uppfærð á síðunni Staða 2009.

Munið svo að blogga um leikina.

kv

Emil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einn sigurinn til í höfn og enn ráðast úrslitin ekki fyrr en á 18. Spilamennskan var svona og svona í dag. Töluvert basl á okkur Magga. Leikurinn var í raun mjög jafn og munaði aldrei meira en einum allar holurnar. Eftir 15 holur átti Maggi eina og hafði ég á tilfinningunni að Maggi myndi klára þetta. En á 16, eftir góð teighögg hjá okkur og Maggi inn á í tveimur og ég í green kanti í þremur taldi ég þessu lokið. En Magga tókst að þrípútta og ég náði að jafna holun og vinna þar sem ég átti forgjöf á hana. Svipað gerðist á 17. þar sem Maggi endaði með upphafshögg rétt afturfyrir green og ég í draslinu vinstra megin. Með góðu vipp tókst mér að ná pari en Maggi fékk skolla og ég 1 upp. Átjándu braut spilaði ég upp fyrstu, svona til að prófa eitthvað nýtt. Maggi lenti í vandræðum, plöggaður bolti, reyndi að slá og svo víti og endaði á 7 og ég á 6. Spurning hvort kallin sé ekki í nógu góðu úthaldi (annað en formaðurinn) þar sem þessar síðustu þrjár fóru alveg með leikinn.  Leikurinn endaðpi því 2/0 fyrir Emil. Gummi spilaði með okkur en ekki með neinn mótspilara í holukeppninni. Frábært veður og takk fyrir leikinn strákar.

Emil (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 10:01

2 identicon

Mér til happs í þessum leik var að Benni nennti ekki að spila nema 9 holur í dag, leikurinn var mjög jafn allann tímann, Benni vann fyrstu, ég aðra og svo meira og minna jafnt, munaði aldrei nema einni holu og leikurinn jafn í hálfleik.  En þá einhvern veginn hætti Benni í golfi og ég vann næstu 4 holur og sú fimmta féll og leikurinn því kominn í Dormie, Benni klóraði í bakkann á 15. og vann hana, en hann týndi bolta á 16. og leikurinn því endanlega úti. 

Spilamennskan ekkert til að hrópa húrra fyrir 29 punktar og hækkun á forgjöf, kominn með 11.1, er að nálgast háforgjafarflokkinn. 

Spilið einkenndist meira af bið en golfi í dag og datt allur botninn úr spilamennskunni með bið og eintómri bið og svo endalausri bið.  Ég er nú búinn að fara í gegnum þetta eftir hringinn og oft áður, leikhraða verður að halda uppi eða hleypa framúr, leikhraði fer ekki eftir klukkunni heldur eftir því sem er að gerast á vellinum.  Mig langar að benda mönnum á að lesa reglubók GR á slóðinni http://grgolf.is/forsida/frodleikur/reglubok/ og bendi sérstaklega á reglu númer 4, og bendi enn sérstaklega á setninguna "Leikmenn skulu ávallt vera meðvitaðir um þá sem á eftir koma.".  Ef menn finna ekki fyrir pressu þegar beðið er eftir sér nánast í hverju höggi þá er eitthvað að.

Það sem gerðist í gær var:

5. holan: Þegar við komum á teig þá sjáum við enga spilara fyrir framan okkur og sá sem átti teiginn slær sitt högg.  Þá allt í einu koma 4 spilarar niður holltið og eru þá búnir að vera leita, eiga allir eftir að slá sitt annað högg og hollið á undan þeim búið að slá inná 6. flötina, semsagt komnir strax holu á eftir.

7. holan: Þegar við komum á teiginn þá var verið að leita lengst uppí skógi, allir áttu eftir að slá sitt annað högg, og hollið á undan að ljúka leika á 8. holunni.

14. holan: Þegar við komum á teiginn, allir að leita vinstra megin við brautin, allir áttu eftir að slá annað höggið sitt, menn þurfti að labba talsvert til baka til að komast að kúlunni sinni til að geta slegið 2. höggið, menn slóruðu og voru ekki að flýta sér.  Meðspilarinn okkar gafst þá uppá þessum seina gangi og gólaði einhver ósköp og skildi ég hann mjög vel (þó ég hafi mér ekki svoleiðis) miðað við alla þá bið og það tillitsleysi sem hollið á undan okkur sýndi okkur allt frá 5. holunni. 

18. holan: Þegar við komum á teiginn þá voru menn að leita útum allt röff, allir áttu eftir að slá sitt 2. högg, menn löbbuðu svo til baka til að geta slegið sitt annað högg, við þurftum að bíða töluvert lengi þar. Það má hleypa framúr á 18. holunni eins og á öðrum holum.

Semsagt niðurstaðan var gríðarlegt tillitsleysi hjá þeim sem í hollinum var. Mér skilst á Gulla að hann hafi stungið uppá því strax á 5. holunni að hleypa okkur framúr og þeir sem drógu úr því ættu að skammast sín.  Mér skilst líka á Gulla að hann hafi stungið uppá að hleypa okkur frammúr á 18. holunni og nýji héraðsdómarinn í hópnum hafi ekki séð ástæðu til þess þar sem það taki því ekki, völlurinn er 18 holur og það má hleypa framúr á þeim öllum.

Hinni kom og rak á eftir ykkur á 10. holunni og sem staðfestir þessa sögu mína.

Niðurstaðan er því, þó ég hafi unnið Benna þá tel ég alla þessa bið dregið það mikið úr minni spilamennsku að hún kom mjög niður á punktakeppninni.

Aron Hauksson, Landsdómari.

Aron Hauksson (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 11:14

3 identicon

Mér finnst þetta vera frekar lítið um upplýsingar sem sem formaðurinn gefur upp í sinni leikskýrslu. Hann gleymir að nefna að ég drævaði inn á grín á fyrstu. Fékk 3 fugla á fyrri nýju. Hann sjálfur þurfti að vaða drullu upp fyrir ökla á 15.

Þá varð hann að slá annað höggið sinn á 18 yfir á 1 braut. Miða við þetta skil ég ekki hvernig ég fór að því að tapa og kominn í bullandi þunglyndi yfir þessu öllu.

/mis

MIS (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 12:58

4 identicon

Sælir félagar.

Frábær dagur í alla staði í gær.

Ég og Heimir skiptumst bróðurlega á unnum holum og spennan hélst alla leið.

Skil urðu á 18 þar sem allt hollið eins og það lagði sig tók varabolta.

Óli fann minn bolta og tók sig til og tók hann upp til að ganga úr skugga um að þetta væri öruglega minn bolti. Ég vissi ekki af þessu og er nokkuð viss um að það vakti ekkert fyrir Óla annað en náungakærleikur eins og hans er von og vísa.

Ég gat slegið boltann áfram en á sama tíma lendir Heimir í því að muna ekki hvaða bolta hann notaði í upphafshöggið og þar með var holan nánast unnin og þar með leikurinn. Ég verð að viðurkenna að sigurinn er ekki alveg eins sætur eins og hann ætti að vera en - sigur engu að síður.

Varðandi leikhraða.

Eftirá að hyggja þá hefðum við að sjálfsögðu átt að hleypa Aroni og félögum framúr okkur og ég fyrir minn hlut biðst afsökunar á að halda öðru fram og bendi á að Gulli benti okkur hinum á þetta við allavega tvö tækifæri.

Ég vil þakka Heimi fyrir drengilega keppni og þeim Óla, Gulla og Heimi fyrir frábæran golfhring.

Kv, Sammi

Sammi (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 13:13

5 identicon

Sælir félagar,

 Þetta var frekar einfalt í dag hjá mér, ég var ekki í keppni nema upp á punktamótið þar sem minn maður mætti ekki til leiks. Ég byrjaði ágætlega en síðan fjaraði punktasöfnunin á 15. Hringurinn endaði í 29 punktum.  Þessi rólega byrjun hjá mér verður kannski til þess að menn vanmeta drenginn  :)

Guðmundur (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 16:09

6 identicon

Sælir strákar.

Alltaf þegar allt fer uppíloft í þessum fína klúbbi - þá er ég sekur. Nú er ég með tvo dóma á bakinu...

Vil byrja á þessu. Það var ég sem vildi ekki hleypa hraðskreiða hollinu fram úr. Það var vitaskuld rangt af mér, en ég valdi frekar þann kost að mælast til að við ykjum hraðann frekar en að hleypa fram úr. Fyrir því voru tvær ástæður:

A. Þegar við vorum að ganga af 7. braut yfir á 8. teig heyri ég að Aron hreytir einhverju úr sér um "hleypa framúr" án þess að ég heyrði frekar, með einhvern tón í röddinni sem mér mislíkaði. Þetta hefur gerst áður, að einhver í holli á eftir kemur ekki fram af kurteisi og þá verð ég ókurteis á móti. Ég hef lært það í mínu starfi að viljirðu koma einhverju vel fram er harka og óvægni í fyrstu atrennu ekki vænleg til árangurs. Einhver hörkutónn á ekki rétt á sér í fyrstu atrennu. Ef menn láta sér ekki segjast við vinsamlega ábendingu þá er réttlætanlegt að grípa til "tónsins"...

B. Ég á það til að vera kvikindi. Þegar ég stend í biðröðinni í Bónus finnst mér feykigaman að láta myndast eyðu fyrir framan mig. Það eru kannski 10 i röðinni á undan mér að kassa og 10 á eftir. Ef ég læt eyðu myndast, hreyfi mig hægt og illa, þá hefur það alveg furðuleg áhrif - allir í röðinni fyrir aftan ókyrrast og mikill bakþrýstingur hefst. Það sama var uppi á teningnum hér. Hefðu verið 4ra manna holl á undan þá hefði þetta aldrei gerst. En það voru þrjú 3ja manna holl á undan, þau fóru því hraðar yfir. Af einhverjum ástæðum spilaði hollið á eftir okkur ótrúlega hratt - og ég endurtek að auðvitað áttum við að hleypa frammúr - og því varð þessi griðarlegi piringur í því holli - Bónus-syndome. Við spiluðum sem sagt alls ekki hægt. Það staðfesti Hinni ræsir. En hann sagði okkur vissulega að við ættum samt að hleypa fram úr - sem við hefðum betur gert. Það hefði nefnilega leyst öll vandamál - bæði pirraða hollsins og okkar - því við vorum að spila hraðar en okkar vanalegi taktur er - tala ég þó bara fyrir sjálfan mig.

Sem sagt: Við spiluðum alls ekki hægt. við vorum búnir með 9 holur eftir 1,55 klst, og komum í skála á 4,05 klst. Er þetta hæg spilamennska?

Aron. Ég hef viðurkennt sök. Og biðst afsökunar á þeim mistökum. En þetta langa bréf er svar við þinni löngu fúkyrðagrein um hægan leik og gauf sem að mér finnst mjög ómakleg í okkar garð. Mér finnst þessi vettvangur heldur ekki réttur fyrir þetta, sem hefði auðveldlega mátt afgreiða strax uppi í skála að leik loknum. Ég bara áttaði mig ekki á allri þessari reiði út í holl sem spilaði Grafarholtsvöll á 4 klst og 5 mínútum.

Heimir Hálfdanarson, gjaldkeri húsfélagsins á Reynimel 92

Heimir Hálfdanarson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 11:14

7 identicon

Af átjándu

Ég verð líka að segja dálítið um það sem gerðist á 18. Það var sem sé gríðarleg keppni - allt jafnt eftir 17 holur hjá mér og Samma. Bá'ðir slá í bull, annar til hægri og hinn til vinstri.

Þegar svona er þá fara allir að leita. Byrjuðum á Samma kúlu sem var styttri. Allir saman. Hún fannst efit svona 2,5 mín. Þá sé ég að Óli er með hana í hendinni. Og þegar ég kem að sé ég að hann hefur þurkað veglega moldarklessu af henni. Þetta er ekki samkvæmt reglum svo ég varð - í hita leiksins - dálítið hvass við Óla. Svo þegar við fórum að leita að minni kúlu þá voru fjórar í boði á sama frímerkinu eða því sem næst. Óli tók eina upp til að kíkja á merkið og aftur fór ég að þusa. Það er heldur ekki samkvæmt reglum.

Golfleik ber auðvitað að spila eftir reglum. en það hvarflaði aldrei að mér að Óli gengi eitthvað annað til en að þekkja boltann - í báðum tilvikum. Bið ég þig Óli því afsökunar á að hafa verið með "tón" í fyrstu atrennu (sbr. grein að ofan).  Og ég er guðslifandi feginn að hafa klúðrað sjálfur holunni með því að þekkja ekki eigin bolta, þannig að þetta skipti engu máli fyrir úrslit leiksins. Ég þóttist muna að boltinn væri Titleist 4 og einn slíkur fannst en hann var með Orkuveitumerki og ég mundi ekki eftir slíkum...

Að lokum vil ég benda á að það er mjög algengur misskilningur að ég megi kalla á næsta spilara og biðja hann að lyfta minni kúlu til að lesa á merkið. Rétti framgangsmátinn er að merkja staðinn, lyfta kúlunni, síðan máttu krafsa mold af til að sjá merkið, en bara til að sjá merkið. Leggja síðan kúluna á nákvæmlega sama stað.

Annar lærdómur: Þekktu kúluna þína! Notaðu túss!!

Heimir Hálfdanarson, héraðsdómari

Heimir Hálfdanarson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 11:34

8 identicon

Sælir félagar,

ég og Óli spiluðum leik þar sem engin hola féll heldur unnum við þær til skiptis til að byrja með allavega. Óli vann 1 ég 2 og Óli 3 en þá vann ég 7 holur í röð og meiri segja þá 7 þar sem ég var í rugli en Óli verður fyrir því að slá varabolta Heimis og tapar því holunni. Eftir 10 er ég því 6 yfir en Óli tekur 11 á góðu pari og þá 12 eftir að ég  hafði slegið upphafahöggið útfyrir braut. þá 13 vinn ég á pari og er þá komið dormie. Óli tekur þá næstu en á 15 er leik lokið og hafði ég sigur 4/3.

Spilamennskan ágæt framanaf en dalaði á seinni 9 með 32 punkta og hækka því í 14,5 fgj.

Varðandi leikhraðann þá vorum við ekki að spila svo hægan golfleik en hollið fyrir aftan okkur voru snöggir og einnig hollin fyrir framan okkur þannig að auð braut myndaðist  fyrir framan og á 5 braut hafði ég orð á því að hleypa fram úr. Ekki tóku menn undir það en eftir á að hyggja hefði ég átt að vera frekari og fara fram á það og biðst ég afsökunar á því. 

Þar sem við erum að spila golf til hafa gaman af því þá vonandi lærum við af reynslunni og tökum tillit til hvors annars í framtíðinni og látum frekara tuð um þennan hring niður falla.

Sammi, Heimir og Óli takk fyrir hringinn.

kv, Gulli

Guðlaugur Einarsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 17:42

9 identicon

Og öll dýrin í skóginum héldu áfram að vera vinir. :=)

Ég tek undir orð Gulla þegar hann segir:

"við erum að spila golf til hafa gaman af því"

Kv, Sammi

sammi (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband