Leita í fréttum mbl.is

Grafarholtið 25.08.09

Í gær var "næstum því lokaumferð" spiluð í holukeppninni. Leikirnir sem voru spilaðir voru Benni vs Emil, Aron vs Gummi og Sammi vs Maggi. Benni, Aron og Sammi unnu sína leiki.

Annars var aðstæður ekkert sérstakar þó sumir hafi verið að spila nokkuð vel, punktalega. Það ringdi náttúrulega hundum, köttum og öðrum húsdýrum og undir lokin var orðið ansi skuggsýnt. Formaðurinn hafði tök á að tryggja sér sigurinn í holukeppninni en ákvað að gera mótið spennandi og tapaði sínum leik. Reyndar lögðu sumir töluvert kapp á að brjóta niður formanninn og peppa upp andstæðinginn.

Tveir leikir eru eftir í holukeppninni, þ.e. Benni og Heimir og svo Ingi og Denni. Úrslit í leik Denna og Inga geta ráðið úrslitum í keppninni. Þeir þurfa að finna sér tíma til að spila sem allra fyrst og láta vita svo aðrir geti spila með, ef hann fer ekki fram á þriðjudegi.

Svo vil ég enn og aftur biðja Benna, Magga og Samma að greiða félagsgjaldið. Allir aðrir eru löngu búnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leikskýrsla - 250809.

Leikurinn hófst með því að Maggi tók 1. og 2. holu með "stile"

Ég tók 3. og það sem eftir lifði af fyrri 9 vorum við nokkuð jafnir en þó þannig að Maggi var tvær upp.

10. féll en ég paraði 11. 12. og 13 og átti eina. Maggi tók 14. en ég var einstaklega óheppinn með lendingu eftir annað högg. Boltinn lá á vegi og lausn var ekki til umræðu vegna aðstæðna. Ég varð að skoldra boltanum og gat ekki með nokkru móti komið honum nálægt pinna. Allt jafnt.

Eins og ég sagði óheppni.

Á þeirri 15. snérist dæmið við og fyrir einskæra heppni fann Heimir boltann minn sem hafði flogið rakleiðis inn í skóginn á vinstri hönd og ég taldi glataðan.

Ég gat komið boltanum á braut og á sama tíma og Maggi varð að leika sínum bolta eftir þeirri 16. eftir að hafa legið frekar illa eftir upphafshöggið.

Sú 15. féll

Ég vann þá 16. með því að reka niður langt pútt niður í móti fyrir pari og átti eina þegar við komum á þá 17. sem féll og komið "dormy"

Maggi var svo óheppinn að missa upphafshöggið á 18. til vinstri og fékk ömurlega legu á meðan upphafshöggið mitt var í ágætis málum. Magga tókst að koma boltanum á braut og átti að mig minnir u.þ.b. 150 m á flöt.

Næsta högg hjá honum klikkaði og í 3. höggi yfir sló hann yfir flötina.

Á sama tíma var ég kominn á miðja flöt í þremur höggum eftir misheppnað annað högg. Maggi vippaði yfir flötina en ég kláraði á bógí og vann leikinn 2/0

Heimir spilaði með okkur Magga og þrátt fyrir erfiðar aðstæður hélst skapið gott og eftir situr minning um skemtilega keppni með góðum félögum.

Takk fyrir daginn.

Kv, Sammi

Sammi EXPO (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband