27.8.2008 | 08:15
13. leikdagur, Akranes, 26. ágúst
Fórum uppá Skaga í fínu veðri, smá vindur, en alveg þurrt, þangað til við komum inní skála að þá fór að rigna.
Rástímar voru klukkan 17:00 og 17:10 og var hringurinn um 4 tímar og vorum því að koma inn rétt uppúr 9, það er að verða of seint og var farið að rökkva aðeins á tveim síðustu.
67% mæting var í dag og vil ég þakka þeim sem mættu fyrir komuna.
Það er ánægjulegt að sjá að 33% meðlima eru nú þegar búnir að ná lágmarks mætingu og megnið að hinum munu ná þessu ef þeir halda vel á spöðunum á þeim 3 leikdögum sem eftir eru.
Ákveðið var í gær að spila á lokahófsdeginum eftir einhverju ryder fyrirkomulagi og því mun það ekki telja til skors í keppninni okkur, hinsvegar var ákveðið að það myndi telja til mætingar þannig að menn geti bjargað sér ef þeir eiga aðeins einn hring eftir og gefur þá öllum meðlimum félagsins annað tækifæri.
Gott væri að fara að heyra frá lokahófsnefndinni svo menn geti farið að taka frá daginn fyrir hófið og ákveða skipulagið á þessu öllu saman.
Úrslitin eru hér til vinstr.
Formaðurinn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2008 | 23:42
12. leikdagur, Grafarholt, 19. ágúst
Þá er þessum leikdegi lokið, spilað var í Grafarholtinu og á Korpunni.
Rástímar voru á Korpunni klukkan 15:20 og þangað fóru Sammi, Benni og Heimir.
síðan var það klukkan 17:40 og 17:50.
Það varð þó smá misskilningur í þessu öllu saman, þar sem einhver í tímanum 17:30 datt út og Aron, Gulli og Gummi fóru þá 17:30 og Maggi og Óli 17:40 en þar sem Ingi mætti ekki fyrr en aðeins á eftir þá var hann allt í einu einn eftir og spilaði með einhverjum ókunnum, sem hætti þó eftir 9, en Maggi og Óli aumkuðu sér yfir honum á 11. og biðu eftir honum þar.
Fyrra hollið náði inn fyrir myrkur, en seinna hollið spilaði loka holurnar í töluverðu myrkri.
Úrslitin eru hér til vinstri.
Fyrsta gula spjaldið leit dagsins ljós í dag og var það Svenni sem getur ekki náð lágmarks fjölda miðað við dagskrána eins og hún er núna.
Tveir hinsvegar, Gummi og Heimir náðu lágmarks fjöldanum í dag og eru því í mjög góðum málum.
Formaðurinn
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2008 | 20:11
11. leikdagur, 12. ágúst, Grafarholt
Þá er 11. leikdegi lokið, spilað var í Grafarholtinu við frábærar aðstæður, bjart, logn, þurrt, sól, og ég veit ekki hvað og hvað. Völlurinn loksins orðinn góður og flatirnar eins og best verður á kosið.
Rástímar voru 17:30, 17:50 og 18:00, mjög góð þátttaka var þennann daginn og voru mættir til leiks 92% af hópnum og vantaði aðeins Svenna, mig hlakkar til þess leiksdags sem verður 100% mæting, gestaspilari í dag var Guðlaugur Guðlaugs, félagi Magga og Emils.
Það markverðasta í dag var að Heimir tvísló boltinn ekki neitt í dag.
Úrslitin eru hér til vinstri.
Nú er 5 leikdagar eftir og eru tveir meðlimir í hættu með gulaspjaldið þar sem þeir eru aðeins búnir með 5 leiki og þurfa því að mæta alla leikdaga sem eftir eru til að uppfylla lágmarkskröfur.
Formaðurinn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2008 | 16:16
10. leikdagur, 5. ágúst, Grafarholti
Þá er 10. umferð lokið, spilað var í Grafarholtinu.
58% mæting var í dag.
Leikskýrsla frá varaformanni:
Hér koma úrslitin frá því gær. Það var spilað í þvílíku blíðskaparveðri að menn muna ekki annað eins.
Reyndar muna menn ekki neitt en það er annað mál.
Það sem var áhugaverðast í okkar holli var að Heimir tvísló boltann ekki bara einu sinni heldur tvisvar sinnum og bæði skiptin með........................... pútter.
Ótrúlegt en satt. Hef alltaf sagt að þessi maður er snillingur í golfi.
Svar frá Heimi:
Maggi, sumt má nú kyrrt liggja... :(
En þetta minnir mig á eitt: Í lokahófinu í fyrra, þegar veita átti tilþrifaverðlaunin, þá mundi enginn neitt.
Nú ætla ég ekki að gera tilkall til tilþrifa fyrir ótrúlegar kúnstir með pútter (reyniði nú samt, þetta er ekki á allra færi...) en við ættum nú að skrá innþ tilþrif eftir hvern hring ef þau eru til...
Kv
HFH
Úrslitin eru hér til vinstri.
Formaðurinn
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2008 | 10:54
9. leikdagur, 29. júlí, Grafarholti
Spilað var í Grafarholti, þar sem undirritaður tók ekki þátt, mætti varamaðurinn skila inn smá leikskýrslu.
Aðeins náðist 57% þátttaka og vil ég þakka þeim sem mættu sérstaklega fyrir sitt framlag til að halda þessu félagi gangandi.
Úrslitin eru hér til vinstri.
Formaðurinn,
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2008 | 23:05
8. leikdagur, 22. júlí, Grafarholti
Þá er 8. leikdegi lokið, spilað var í Grafarholtinu, veðrið var flott, smá vindur til að byrja með en svo bongó blíða.
Völlurinn loksins orðinn frábær, en þó 1-2 grín sem mættu vera betri.
75% mæting var í dag og vil ég þakka þeim sem mættu kærlega fyrir þáttökuna.
Úrslitin eru hér til vinstri.
Formaðurinn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2008 | 08:23
7. leikdagur, 8. júlí, Korpan
Þá er 8. leikdegi lokið, spilað var við frábærar aðstæður á Korpunni.
Veðrið var frábært, andvari, sól og hiti, stuttbuxnaveður og stuttermabolur.
Völlurinn er, já bara orðinn frábær, flatirnir að verða þær bestu á landinu, hinsvegar þá er röffið alltaf að verða hærra og hærra og því betra að vera bara á braut.
Spilamennskan gekk hægt, hringurinn var um 4:50.
75% mæting var sem telst gott, og vil ég þakka þeim sem mættu fyrir þáttökuna.
Í næstu viku verður frí hjá okkur vegna meistaramótsins.
Formaðurinn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2008 | 09:39
6. leikdagur, 1. júlí, Korpan
Spilað var á Korpunni.
Enn var slegið met í mætingu og var mætingin núna 83%.
Veðrið byrjaði fremur þokkalegt, töluverður vindur, en þurtt, en svo þegar fyrri 9 voru hálfnaðar þá byrjaði að rigna og eiginlega demba.
Það voru þó nokkrir sem létu sig hafa það að spila 18 holur, en margir hættu eftir 9. holur.
Siðanefnd Nafnlausa félagsins ákvað að þeir sem byrjuðu hringinn fengju punkta fyrir það sem þeir voru búnir að spila og X á restina.
Völlurinn er enn ekki orðinn nógu góður, flatirnar frekar bara lélegar.
Úrslitin eru hér til vinstri.
Formaðurinn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2008 | 09:36
5. leikdagur, 24. júní, Akranes
Spilað var á Akranesi.
Það náðist metþáttaka þetta árið 75% mæting.
Þar sem formaðurinn mætti ekki þá verður þessi leikskýrsla frekar stutt, en gaman væri að fá leikskýrslu frá þeim sem mættu.
Úrslitin eru hér til vinstr.
Formaðurinn
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2008 | 09:19
4. leikdagur, 10. júní, Þorlákshöfn
Þá er 4. leikdegi lokið, Veður var gott.
Aðeins náðist 33% þátttaka þennann daginn og vil ég þakka þeim sem mættu kærlega fyrir þáttökuna og halda þessu félagi gangandi.
Ég held að félagsmenn verði að fara að hugsa sinn gang og fara í naflaskoðun og átta sig á tilgangingum með félaginu og hvað það er sem heldur því gangandi.
Það er aðeins einn félagsmaður sem er með 75% mætingu, næstu á eftir með 50% og svo 25% félagsmanna aðeins með 25% mætingu.
Ég er ekki undanskilinn þessum stóru orðum og hef lofað sjálfum mér því að láta ekki próflestur, pallasmíði og annað smálegt trufla mig meira í golfinu þetta árið.
Í næstu viku er þriðjudagurinn 17. júní og því tökum við okkur frí.
Formaðurinn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar