Leita í fréttum mbl.is

13. leikdagur, Akranes, 26. ágúst

Fórum uppá Skaga í fínu veðri, smá vindur, en alveg þurrt, þangað til við komum inní skála að þá fór að rigna.

Rástímar voru klukkan 17:00 og 17:10 og var hringurinn um 4 tímar og vorum því að koma inn rétt uppúr 9, það er að verða of seint og var farið að rökkva aðeins á tveim síðustu.

67% mæting var í dag og vil ég þakka þeim sem mættu fyrir komuna.

Það er ánægjulegt að sjá að 33% meðlima eru nú þegar búnir að ná lágmarks mætingu og megnið að hinum munu ná þessu ef þeir halda vel á spöðunum á þeim 3 leikdögum sem eftir eru.

Ákveðið var í gær að spila á lokahófsdeginum eftir einhverju ryder fyrirkomulagi og því mun það ekki telja til skors í keppninni okkur, hinsvegar var ákveðið að það myndi telja til mætingar þannig að menn geti bjargað sér ef þeir eiga aðeins einn hring eftir og gefur þá öllum meðlimum félagsins annað tækifæri.

Gott væri að fara að heyra frá lokahófsnefndinni svo menn geti farið að taka frá daginn fyrir hófið og ákveða skipulagið á þessu öllu saman.

Úrslitin eru hér til vinstr.

Formaðurinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband