Leita í fréttum mbl.is

Bolti týndur í blámerktu svæði

Ég sló út til vinstri á 10. braut í svæði sem er merkt með bláum/hvítum hælum. Spurningin er, þarf bolti að finnast til að geta tekið högg vítislaust?

Gildir almennt að ef slegið út í blámerkt svæði þarf bolti að finnast til að geta haldið áfram?

Emil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skv. reglu 25-1c - Bolti í óeðlilegu ástandi vallar finnst ekki.

Það er spurning um staðreyndir hvort bolti sem ekki hefur fundist eftir að hafa verið sleginn í áttina að óeðlilegu ástandi vallar sé í hinu óeðlilega ástandi. Til þess að beita megi þessari reglu verður það að vera vitað eða nánast öruggt að boltinn sé í hinu óeðlilega ástandi vallar. Sé þessi vitneskja eða vissa ekki fyrir hendi verður leikmaðurinn að fara að samkvæmt reglu 27-1.

„vera vitað eða nánast öruggt“, ef það er einhver óvissu um það hvort boltinn sé í óeðlilegu ástandi vallarins, þá þarf að athuga hvort boltinn gæti verið utan svæðisins, og ef það eru smá líkur fyrir því að svo sé þá má ekki segja að boltinn sé í óeðlilega svæðinu.

Regla 27-1, bolti týndur og finnst ekki innan 5 mínútna, þannig að það er þá víti og slá af sama stað og síðast.

Finnist boltinn ekki, þá má láta bolta falla sem næst þeim stað þar sem boltinn fór inní óeðlilega ástandið.

Finnist hinsvegar boltinn þá er farin stysta leið út.

Aron Hauksson (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 07:22

2 identicon

Þegar blá svæði eru merkt með bláum hælum sem eru með hvítum toppi merkir það að bannað sé að slá innan þess svæðis og verður að taka lausn útúr svæðinu.

Aron Hauksson (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband