21.6.2011 | 23:15
6. umferð í Holtinu
6. umferð var spiluð í Grafarholtinu í flottu veðri, smá vindur til að byrja með en lægði svo með kvöldinu. Topp mæting, fyrsta skiptið í sumar þar sem allir mæta. Uppfærð staða er á komin inn
Leikir dagsins fóru þannig
Aron - Benni 3/2
Heimir - Maggi 2/1
Ingi - Gulli 4/3
Emil - Óli 3/2
Sammi - Gummi 5/3
Siggi - Sigþór 1/0
Flesta punkta dagsins áttu Siggi og Emil, 36 punkta hvor.
Eldri færslur
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Myndaalbúm
Spurt er
Hvað á að lækka mikið í forgjöf sumarið 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég átti leik við Óla. Þetta var nokkuð jafnt og eftir 9 holur átti ég eina. 11 og 12 vann ég (eða réttara sagt tapaði Óli) og var þá kominn 3 upp. Ég gaf svo Óla góð tækifæri á að ná punktum til baka á 13 og 14 sem hann vildi bara alls ekki. Á 15 náði Óli góðu pari og vann eina til baka. Leikurinn vannst svo á 16 þar sem ég sett í stöngina úr bönker hægra megin og náði léttu pari. Takk fyrir leikinn Óli (og meðspilarar Gulli og Ingi)
Emil (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 23:27
Það verður að segja eins og er að Gummi virkaði frekar áhugalaus framan af og ég var 5 upp eftir 9 holur. Hann girti sig í brók eftir það og tók þrjár í röð.
Á þeirri 13. lenti hann í vandræðum sem og á þeirri 14. og ég var kominn með Dormy. Á 15. holu var meira spennandi að fylgjast með Sigga framkvæma sirkus atriði ofaní skurði (lipur drengur Siggi) heldur en stöðunni í leiknum hjá okkur Gumma en ég kláraði leikin þar. Siggi endaði á 6 höggum eftir allt ævintýrið.
Spennan hélst fram á síðustu holu hjá þeim Sigga og Sigþóri þar sem Siggi hafði sigur. Ekki verður klárað að skrifa um þennan hring án þess að minnast á stórglæsilegan fugl hjá Sigþóri á 17. Sjússinn á eftir var yndislegur.
Takk fyrir skemmtilegan hring félagar.
Sammi (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 16:10
Ég átti leik við Magga - hinn leikurinn var Aron vs Benni. Við fórum hóflega af stað - bogey báðir sam reyndar gaf tóninn hvað spil beggja varðar... Maggi tók forystu á 2. og hélt um sinn. Svo fór ég að síga á og var kominn 3 upp þegar Maggi hisjaði upp um sig. Á 14. varð nú eiginlega vendipunktur, þar yfirsló ég grínið í 2. höggi og vippið ömurlegt eins og öll mín vipp í leiknum nema eitt, svo ég var búinn með 3 í grínkanti en Maggi með dræfið rétt við grín. Vippið hans var fulllangt en alveg séns á fugli. Púttið hins vegar of stutt. Ég setti niður fyrir 5. Maggi púttaði meter og missti - holan fallin eða hvað - en þegar hann dalglaði kúlunni í af barminum þá bara fór hún ekki í - svo töpuð hola hjá mér vannst þrátt fyrir allt og ég 3 upp aftur. En Maggi var fljótur að ná brókunum upp aftur og vann næstu tvær, ég átti eina á 17. Maggi slær beint inn á grín. Ég sá fyrir mér að ef ég tapaði þessari þá væri ég dauður - engin forgjöf á 18. Ég sló með 5 járni en enfdaði eins og venjulega undir klettunum hægra megin. Góðu ráðin dýr - hér var ekki séns að nota pútter - Heimir varð að gessovel og vippa. Einbeiting dauðans... og þetta leit út eins og vipp! Full langt vissulega - 3-4 framyfir, en vipp! Maggi tryggði parið. Ég stóð yfir kúlunni og SÁ algjörlega línuna - eilítið bogadregin. Og púttið rann ljúflega í miðja holu. 2:1.
Takk fyrir leikinn Maggi og félagskapinn Aroin og Benni.
Heimir (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.