9.6.2009 | 13:32
5. umferð
5. umferð verður spiluð á Korpunni í dag. Spáin virðist ágæt, gætu verið einstaka skúrir, bak við hús. Allir mæta nema Jóhann. Formaðurinn hvílir en ætlar að taka 9 holur, svona til að fylgja ykkur af stað, í tilefni þessa að þetta er í fyrsta skiptið á þessari leiktíð sem Korpan er spiluð í Holukeppninni.
Leikir dagsins eru:
Denni-Sammi
Gulli-Aron
Gummi-Óli
Heimi-Maggi
Ingi-Benni
Minni ykkur á að skila skorkortum í lok leiks.
Formaðurinn
Eldri færslur
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Myndaalbúm
Spurt er
Hvað á að lækka mikið í forgjöf sumarið 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég mætti aftur með sama kylfusveininn og í síðustu umferð, þar sem það hafði svo góð (slæm) áhrif á mótherjann. Gulli byrjaði með látum, fékk auðfveldann fugl á fyrstu holunni eftir að vera inná í tveimur höggum á par 5. En það var líklega upptalið af góðum höggum frá honum Gulla, hann átti varla gott högg fyrr en leik var lokið. Ég vann aðra holuna og sú þriðja féll og svo vann ég flestar holurnar á fyrri 9 eftir það. Var 5 up eftir 9, og vann svo 10undu líka og var því 6 up, Gulli náði aðeins að klára í bakkann með því að fá par á 11. holunni, eftir að hafa verið í grín kanti eftir tvö högg á par 5. 12. holuna vann ég og því kominn með dormie, og þá 13. vann ég líka og því leikinn 7- 5. Ég endaði hringinn á 35 punktum.
Vil þakka Gulla fyrir auðveldann leik og þeim Heimi og Magga fyrir skemmtilegt golf og spennandi keppni hjá þeim.
Lengst pútt í hollinu sem fór í, var 22 metra birdie pútt hjá Heimi á 6. holunni.
Stysta pútt sem ekki fór í holuna var frá Aroni sem var par pútt á 3. holunni, 50cm.
Bestu tilþrif hollsins voru þegar Maggi fór í efri bönkerinn vinstra megin við flötina, smá ræfils bönker, hann tók upp pútterinn og púttaði og það beint í miðja holu 20 metra pútt. Þetta var fyrir birdie, en Heimir stóðst pressuna og setti niður 2m par til að fella holuna þar sem hann átti forgjöf og var því með sigur í leiknum.
Aron
Aron Hauksson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 09:14
Ég spilaði við Magga. Reyndi að minna hann á að síðast vann ég hann á 15. í grafarholti - en eyrun á honum voru ekki virk, bara munnurinn, sem sagði: "Ég er búinn að vinna síðusta tvær 6:5". Ég heyrði það auðvitað ekki...
Í stuttu máli þá var Maggi alls ekki í stuði. Úrslitin, 2:1, gefa alls ekki rétta mynd nema þá helst af keppnisskapi MIS, því ég var dormí á 13 (hefði getað unnið þar 6:5 með léttu 4 feta pútti...).
Maður ætti ekki að segja frá því að hafa haldið jöfnu á dobbúl-bógí eða unnið á bógí, svo ég segi ekkert frá því. En eftir slaka byrjun beggja, (ég átti forgjöf á fyrstu 5, svo leikplanið var að hala inn vinninga) átti ég tvær þegar kom á 6. forgjafarlaus hola, og ég dálítið í mínus yfir að hafa ekki náð meira en 2 úr 5 forgjafarholum. Báðir á gríni, ég var tæplega í kallfæri við holuna. Pútta af stað og á miðri leið sér Maggi hvað verða vill: "Hann er að setja í helvískur". Og viti menn, hún steinlá í miðri holu, 22 Heimísk skref.
Þófið hélt áfram, ég náði einni og einni og Maggi vann ekki holu fyrr en á 11 ef ég man rétt. Svo kom dormí og Maggi setti í gír, einbeiting sem aldrei fyrr, vann 14., 15, og 16. !7.: Báðir á braut, Maggi setur innáhöggið í bönker; ég of stuttur, 10 m frá. Ég pútta að, orðin nokkuð öruggur með mig, dugar bógí deffinittlí, Maggi nær aldrei nema pari... Aðpúttið of gratt, 3-4 m of langur. Maggi í bönker, tekur pútter, og setur í við gríðarleg fagnaðarlæti. Snilldar afgreiðsla. Þetta voru að Arons sögn 12 m úr bönker.
Skelfur nú minn maður. Gef mér góðan tíma, miða með kúlunni eins og Ragga, pútta, frekar laust, rétt dregur að og vel vinstra megin, en dettur á hægðinni.
2:1.
Takk fyrir leikinn Maggi
Heimir Hálfdanarson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.