23.6.2009 | 23:04
6. umferð
Umferð númer 6 var spiluð í kvöld í flottu veðri. Spáin var ekki góð fyrir kvöldið en það rættist heldur betur úr henni, kom varla dropi úr lofti og enginn vindur. Sem sagt, kjöraðstæður, enda var spilamennskan hjá sumum með eindæmum góð. Eftir leikina í dag kom upp sú hugmynd að spila næstu umferð í Borgarnesi. Þá yrði að leggja af stað úr bænum um kl 15:30 - 16:00 þannig að ræsing gæti verið um 17:00. AÐ sjálfsögðu verður tekið tillit til veðurspár.
Eldri færslur
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Myndaalbúm
Spurt er
Hvað á að lækka mikið í forgjöf sumarið 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábær hringur í holtinu.
Það var gaman að kynnast nýja félaganum honum Jóhanni og það er óhætt að segja að þar er keppnismaður á ferð.
Mér Leist ekki á blikuna í upphafi hrings þegar leit út fyrir að hann ætlaði að valta yfir mig. Jóhann var að reka niður hvert púttið á fætur öðru og var að spila frábært golf.
Ég var reyndar að spila stöðug og ágætt golf og hékk í kallinum en hann átti 3 til 4 holur á mig framanaf. Vatnaskil urðu á 15. og 16. þar sem ég náði í fyrsta skipti að jafna leikinn.
Á 17. dró ég boltann langt út á 18. braut og sá sæng mína útbreidda en Jóhann gerði sig sekan um mistök sem óþarfi er að lýsa nánar.
Ég átti síðan frábært (þó ég segi sjálfur frá) högg inn á 17. og tryggði auðvelt par og átti þar með eina holu.
Allt hollið átti góð upphafshögg á 18. og Jóhann átti ca. 120 - 30 metra og ég var u.þ.b. 105 m frá flöt og settum við báðir inn á flöt í næsta höggi.
Við fengum báðir par og þar með vann ég leikinn 1-0.
Ég spilaði á 90 höggum og fékk 35 punkta og var sáttur við það á nýrri forgjöf.
Ég þakka Jóhanni drengilega keppni og þeim félögum Inga og Magga fyrir frábæran hring.
PS. Það var bónus að fá að horfa á Magga framkvæma hreint ótrúlaga hluti og sækja hvern fuglinn á fætur öðrum úr stöðu sem hefði grætt flesta aðra.
Kv, Sammi
Sammi EXPO (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 08:28
Þegar ég og Ingi lögðum af stað þá var ekki mikið sem benti til þess að þetta yrði góður golfhringur.
En það átti eftir að breytast og þá bara hjá öðrum okkar................ Eftir að við fengum báðir dobbel á annari þá fóru hlutirnir að ganga. Ég fór að fá nokkra fugla. Það furðulega við fyrri níu var á þó ég hafi fengið 19 punkta og Ingi "aðeins" 13 þá var ég "bara" eina upp. Golfið hjá Inga var ekki eins og maður er vanur að sjá, því yfirleitt er kallin stabíll og spilar gott golf. Þannig að heppnin var með mér að lenda á hans "slæma" degi. Hann líklega jafn óheppinn að lenda góða deginum hjá mér. Ég fór síðan að tína inn eina og eina holu. Leikurinn endaði síðan 4-3 og enn einn siugrinn í höfn. Þakka Inga fyrir hringinn og einnig hinum glæsilegu meðspilurunum, Jóhanni og Samma.
kv.
mis
MIS (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 08:50
Leikurinn við Óla var erfiður, kallinn er farinn að slá eins og snillingur, drivinn flott hjá honum og hann að koma sér flott inná flöt, en hinsvegar var ég að spila mjög gott golf allann hringinn, og nokkuð jafn allann hringinn, munurinn á okkur var aldrei meir en ein hola á fyrri hlutanum, Óli vann fyrstu holuna en það var líka í eina holan sem hann var upp í leiknum, ég jafni á 2. holunni og þannig var leikurinn meira og minna framan af, ég komst þó eina upp öðru hverju en Óli jafnaði alltaf strax aftur, en á seinni þá var ég kominn 2up eftir 13, en hann náði að minnka á 14. Á 15. setti hann í vatnið og klúðraði góðum möguleika á að jafna leikinn, ég átti hinsvegar flott högg inná þar sem tjarnar kannturinn var notaður til að koma kúlunni áfram, ég vann 15. og því kominn 2 up, 16. féll einnig og því komið Dormie, 17. féll einnig og því leikurinn unninn.
Vil þakka Óla fyrir skemmtilegann og spennandi leik og þeim Emil og Gumma fyrir góðann og skemmtilegann hring.
Lengstu pútt sem fóru í holuna var um 5-6 metrar frá Óla á 9. flötinni og Emil á 18. flötinni.
Stysta pútt hinsvegar sem ekki fór ofaní, var 45cm á 10. holunni hjá Aroni.
Högg dagsins í holinu kom frá Aroni þegar ég notaði steinkantinn við 15. tjörnina til að koma mér inná flöt.
Aron
Aron Hauksson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 10:17
Gleymdi að taka fram að golfið var mjög jafnt í dag, 9 pör, 9 skollar, 80 högg, 37 punktar og ný forgjöf 10,5
Aron
Aron Hauksson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 10:18
Við Gummi áttum leik saman og var golfið hjá okkur ekki til fyrirmyndar. Á fyrri 9 var ég þetta 1 til 2 yfir og endaði á vinna kallinn á 15 braut (5/3), sem ég reyndar spilaði ekki. Fór 16. brautina til baka til að prófa eitthvað nýtt. Það virkaði ekkert betur, alltaf í tjóni með þessa 15 braut. Það voru þó aðrir í hollinu sem voru að spila vel, Aron á flottu skori og Óli var að slá ansi vel. Við Gummi áttum þó eitt breik, tókum teiginn í fyrsta skipti á 18. braut eftir flott par hjá Gumma. Góðir!
Emil Hilmarsson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 11:55
Það er greinilegt að ég þarf að kíkja meira á æfingasvæðið. Ég er farinn að tapa hverjum leiknum á fætum öðrum og meira segja á móti mönnum sem eiga slakan dag. Emil hafði greinilega slæm áhrif á mig og ég fór á sama láa golfplan og hann var á, ekki gott. Ferðafélagar okkar Aron "beini" Hauksson og Óli "Fylkismaður #1" áttu fínan dag því við náðum ekki teignum fyrr en á 18. Ég vil þakka mönnum fyrir hringinn og mun nú draga mig í hlé frá golfi í 2-3 vikur.
Kveðja
Guð
Guðmundur (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.