Leita í fréttum mbl.is

7. umferð

7. umferð Nafnlausa golfélagsins í holukeppninni var spiluð í Borgarnesi í kvöld. Frábært veður í fallegu umhverfi. Alls mætu 9 leikmenn til leiks og einn gestaspilari. Skemmst er frá því að segja að Aronn vann Heimi 4/3, Emil vann Samma 4/2, Ingi vann Óla 4/2 og Benni vann Gulla 3/1. Þið færið inn leikskýrslur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja nú var viðfangsefnið hann Heimir, ekki byrjaði það vel hjá mér, Heimir vann fyrstu holuna með stókostlegu pútti fyrir pari, 9 metra pútt.  En svo lá leiðin uppávið hjá mér þar sem ég sigraði næstu 5 holur og var því 4 upp eftir 6 holur, Heimir náði aðeins að klóra í bakkann og vann 3 til baka og náði þessu niður í eina holu eftir 11, en þá fór allt að klikka hjá honum aftur og ég vann nokkrar í röð og leikurinn kláraðist á 15, 4-3, þetta var rólegur dagur hjá mér, þurfti lítið að beita mér í leiknum og endaði með 34 punkta sem telst gott miðað við að bæði Heimir og gesta maðurinn voru ekki að gera stóra hluti í dag.

Lengsta pútt sem fór í var 9 metra par púttið hjá Heimi á fyrstu holunni.

Stysta púttið sem ekki fór var 70cm frá Aroni á 16. holunni og missti parið. Enn og aftur er það ég sjálfur sem klikka á þessum stuttu púttum.

Að öðru leiti góður og hraður hringur í frábæru veðri á flottum velli, í góðum félagsskap, en flatirnar mættu þó vera aðeins betri.

Aron

Aron Hauksson (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 23:47

2 identicon

Við Sammi áttum leik saman og spilaði Maggi með okkur, stakur. Sammi var að slá góð drive og helv. langt. Sammi vann fystu en ég náði góðum fugli á annari holu og hélt að ég myndi vinna 4 holu auðveldlega þar sem ég átti einfalt innáhögg en þrípúttaði (það eina á hringnum) en Sammi sló upphafshöggið langt út á þriðju og komst inn á í þremur og tók svo aðeins eitt pútt og vann holuna. Annars var þetta nokkuð jafn fyrri 9. Þegar líða tók á seinni 9 þá fór ég að síga framúr og vann að lokum 4/2.

Takk fyrir leikinn Sammi og Maggi, frábært veður og flott umhverfi.

Emil

Emil (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 07:50

3 identicon

Ingi vinnur Óla 4/2

Þetta byrjaði ekki vel hjá mér. Óli vinur fyrstu tvær og ég næ að fella þá þriðju. Óli spilar mjög stöðugt og gott golf fram að 7 holu. Eftir það vinn ég flestar holur og er orðinn dormie eftir 13 holur. Óli vinnur næstu tvær. Ég vinn svo 16 og leikinn. Var að spila gott golf 79 högg og 38 punkta.

Mjög líkleg tilþrif ársins hjá Benna á 17. var á bak við tré, um 80 metra frá holu. Kallinn setti boltann 3 cm frá holu og vann leikinn með því.

Takk fyrir skemmtilega kvöldstund Óli, Benni og Gulli.

Ingi Ólafsson (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband