8.7.2009 | 09:22
Aukaumferð á Korpunni
Í gær var spiluð auka umferð á Korpunni þar sem aðeins einn meðlimur var skráður til leiks í Meistaramótinu, hann Aron. Reyndar er spurning hvort hann fái nokkuð að spila á Meistaramótinu. Málið var að Aron var skráður á rástíma í hollunum hjá okkur í gær og þegar Gulli kemur og segist muni spila fyrir Aron þar sem hann sé að spila í Meistaramótinu heyrði Þorsteinn dómari það og gerði miklar athugasemdir við það. Hélt að Aron væri að spila og keppa á sama degi. Annars var bar nokkuð gaman í gær, mikil spenna, allavegana í leikjum seinna hollsins þar sem Emil og Gulli skildu jafnir en Jóhann vann Benna á 17. Óli vann svo Samma nokkuð afgerandi.
Eldri færslur
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Myndaalbúm
Spurt er
Hvað á að lækka mikið í forgjöf sumarið 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við Gulli áttum leik og var golfið ekki mjög burðugt framan af. Hálfgerður skollaleikur. Eftir 9 vorum við jafnir. Á 10, 11 og 12 hafði Gulli góða möguleika á að vinna þær holur en átti alltaf eftir mjög stutt pútt til að vinna holuna. Á 13. ákvað hann að hætta þessum stuttu púttum og setti ofaní úr 15-20 metrum og fékk fugl. 14. féll þar sem ég klikkaði núna á stutta púttinu. Gulli var núna einn upp fyrir 15. braut þar sem ég átti högg á þá holu. Mér tókst að klúðra þeirri holu með því að setja einfalt innáhögg í ánna. Gulli fékk par og var kominn 2 upp. Á 16 sló Gulli glæsihögg, meter frá pinna og sigurinn virtist vís. Púttið geigaði um millimeter og ég náðið pari. Tvær eftir og Gulli tvo upp. Ég náði svo góðu pari á 17 og gulli 5. Á 18. sló ég með járni og var 150 m frá. Gulli sló með driver í tvígang og týndi báðum boltunum. Ég vann því þá holu og niðurstaðan jafntefli. Gulli var að slá mjög vel og fékk 35 punkta en ég 31. Takk fyrir leikinn Gulli og einnig Jói og Benni.
Ekki má skilja við þessa umferð án þessa að nefna gamla fólkið sem var í hollinu á undan okkur. Við héldum á köflum að þeir hefðu sofnað á leiðinni. Við biðum á öllum holum á seinni 9.
kv
Formaðurinn
Emil (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 09:43
Þó að á engan sé hallað þá er Benni lang-skemmtilegastur af ykkur öllum! Þvílík forréttindi að fá að ganga með honum á grasinu í Grafarvoginum, þvílíkt öryggi í golfsveiflunni, þvílík yfirvegun og fágun er fáséð og í raun sárt að árangurinn skuli hafa látið á sér standa. Niðurstaðan var 2 og 1 fyrir undirrituðum. Niðurstaðan segir hreint ekki alla söguna því fáar holur féllu og eina stundina var ég upp og aðra niður. Ég brosi í gegnum tárin því Benni átti þetta svo sannarlega jafn mikið skilið og ég. Ef ég mætti myndi ég deila vinningnum með honum en reglur eru reglur og sigurinn er óafturkræfur sama hvað þið segið.
Leikfélagarnir í hollinu voru ekki af verra taginu, formaðurinn og Gulli. Þetta var í fyrsta sinn sem mér áskotnaðist sá heiður að leika golf með Gulla og það var virkilega gaman.
Varðandi leikhraðann þá er ljóst að hann var of lítill, það sást best á Benna sem var kominn með blátt nef og líkamshita niður undir frostmark. Ég mæli sjálfur með göngugrindarvellinum í Oddi fyrir þá sem eiga erfitt með gang. Menn eiga svo að leggja sig eftir leik. Svo er kannski rétt að benda á að menn laga ekki púttlínuna með því að horfa endalaust á hana, hún breytist ekkert. Það er líka rétt að benda á að það er beinlinis hommalegt að horfa of lengi á afturendann á meðspilara sem er að taka högg, réttast er að nota tímann til að undirbúa sitt eigið högg.
Takk fyrir góðan hring!
Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.