Leita í fréttum mbl.is

2. umferð í Grafarholti

Önnur umferð hjá okkur var spiluð í Grafarholtinu þriðjudaginn 8 maí. Góð mæting var en alls mættu 11 og vantaði aðeins 2 spilara. Þeir voru víst eftir sig eftir golferðina til London þó aðrir sem fóru í sömu ferð hafa mætt  ;-)

Annars var spilmennskan mjög góð, flestir yfir 30 punktum. Siggi átti besta skor í punktum dagsins, alls 37 punkta.

Annars fóru leikar þannig:

Siggi - Sigþór: Jafnt

Gulli - Emil: jafnt

Ásgeir vann Benna

Ingi vann Jóa

Hjörtur vann Heimi

Óli spilaði stakur

Sjá nánar á Úrslitasíðu

Veðrið var frábært alveg fram undir 16 braut en þá fór að snjóa og flatirnar urðu hvítar um leið og teigarnir sleipir. Menn klárðuð samt að spila þó sumir kvörtuðu meira en aðrir þrátt fyrir topp skor. Þó ber að hafa í huga að sömu aðstæður voru hjá öllum þeim sem spiluðu holukeppni.

IMG00583 20120508 2106

Jói að pútta á 16. flöt

kv

Emil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég átti leik við Hjört. Han byrjaði með látum; átti 3 eftir 4 holur. Mér tókst að minnka muninn af og til, tvisvar niður í eina, en hann átti alltaf svar. Eftir 15. var hann dormí, eftir tvö "böð" hjá mér. Ég spýtti í lófana - fyrst enginn hafði farið yfir reglurnar með honum (um að vinna ekki stofnfélaga á 1. ári sínu) þá varð ég að gera eitthvað, vann 16. og setti á hann gríðar pressu á 17. með því að slá inn á flöt (teynar út af aftur - var feti of langur), en þetta bara var enginn pressa; hann sló sallarólegur inn á flöt og miklu nær en ég og tryggði parið. 3/1.

Takk fyrir leikinn Hjörtur og samspilið Hjörtur og Óli.

HFH

Heimir (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband