Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

7. umferð

7. umferð Nafnlausa golfélagsins í holukeppninni var spiluð í Borgarnesi í kvöld. Frábært veður í fallegu umhverfi. Alls mætu 9 leikmenn til leiks og einn gestaspilari. Skemmst er frá því að segja að Aronn vann Heimi 4/3, Emil vann Samma 4/2, Ingi vann Óla 4/2 og Benni vann Gulla 3/1. Þið færið inn leikskýrslur.

6. umferð

Umferð númer 6 var spiluð í kvöld í flottu veðri. Spáin var ekki góð fyrir kvöldið en það rættist heldur betur úr henni, kom varla dropi úr lofti og enginn vindur. Sem sagt, kjöraðstæður, enda var spilamennskan hjá sumum með eindæmum góð. Eftir leikina í dag kom upp sú hugmynd að spila næstu umferð í Borgarnesi. Þá yrði að leggja af stað úr bænum um kl 15:30 - 16:00 þannig að ræsing gæti verið um 17:00. AÐ sjálfsögðu verður tekið tillit til veðurspár.

5. umferð

5. umferð verður spiluð á Korpunni í dag.  Spáin virðist ágæt, gætu verið einstaka skúrir, bak við hús. Allir mæta nema Jóhann. Formaðurinn hvílir en ætlar að taka 9 holur, svona til að fylgja ykkur af stað, í tilefni þessa að þetta er í fyrsta skiptið á þessari leiktíð sem Korpan er spiluð í Holukeppninni.

Leikir dagsins eru:

Denni-Sammi

Gulli-Aron

Gummi-Óli

Heimi-Maggi

Ingi-Benni

Minni ykkur á að skila skorkortum í lok leiks.

Formaðurinn

 


4. umferð

Fjórða umferð í holukeppninni fór fram í Grafarholtinu á þriðjudag. Veðrið var þokkalegt en undir lokin var orðið ansi kalt. Mætin var góð, vantaði aðeins Benna en hann stakk af til Barcelona til að fagna sigrinum í Meistaradeildinni og skildi okkur hina eftir í kuldanum. Annars vil ég biðja menn að muna eftir að skila inn skorkortum að leik loknum svo formaðurinn geti fært inn stöðuna jafnóðum. Hann á ekki að þurfa að grenja það út mörgum dögum síðar ;-)

Næsti leikdagur er svo planaður á Skaganum.

Munið svo að til að skoða leikjaplan sumarsins og úrslit einstakra leikja er farið inn á Dagskráin 2009. TIl að skoða stöðu í holukeppninni og punktakeppninni er farið inn á Staðan 2009, allt undir Síður

.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband