Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
29.6.2011 | 07:33
7. umferð í Grafarholtinu
Spiluð var umferð í Holtinu í gær. Mæting var með slakara móti í þetta skiptið eða 6 meðlimir. Einnig mættu 2 gestir, Bjössi félagi Heimis og Svava, betri helmingur hans Sigga. Líklega er þetta í fyrsta skiptið sem kvenmaður spilar með Nafnlausa. Þaqnnig náðum við rétt fylla tvö holl. Veðrið var bara flott. Smá vindur á köflum úr mismunandi áttum og þess á milli stafa logn. Hiti þokkalegur, um 12-13 gráður, en kólnaði þó nokkuð þegar sólar naut ekki við. Annars fóru leikar þannig að Siggi vann Heimi á síðustu holunni. Aron vann Samma 5/3 og leikur okkar Magga endaði í jafntefli og réðust úrslit ekki fyrr en á síðasta púttinu.
Uppfærð staða er á Staða og úrslit 2011
Emil
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 07:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2011 | 23:15
6. umferð í Holtinu
6. umferð var spiluð í Grafarholtinu í flottu veðri, smá vindur til að byrja með en lægði svo með kvöldinu. Topp mæting, fyrsta skiptið í sumar þar sem allir mæta. Uppfærð staða er á komin inn
Leikir dagsins fóru þannig
Aron - Benni 3/2
Heimir - Maggi 2/1
Ingi - Gulli 4/3
Emil - Óli 3/2
Sammi - Gummi 5/3
Siggi - Sigþór 1/0
Flesta punkta dagsins áttu Siggi og Emil, 36 punkta hvor.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.6.2011 | 18:36
5. umferð á Korpunni
5. umferð var spiluð á Korpunni og mættu 8 meðlimir. Veðrir var þokkalegt aðeins hlýrra en venjulega, um 10 gráður og enn smá vindur að NA. Í fyrra hollinu spiluðu Siggi og Sammi og hafði Siggi nokkuð öruggan sigur. Óli átti sinn besta leik í sumar og vann Aron. Í seinna hollinu var ekki mikil spenna en þar vann Benni formanninn næsta örugglega og sama var upp á teningnum hjá Heimi og Gulla en þar spilaði Heimir eins og drottning þar til hann var búinn með Gulla á 15.
Uppfærð staða er komin inn á bloggið
Formaðurinn
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2011 | 23:18
4. umferð á Korpunni
Fjórða umferð var spiluð á Korpunni. Veðrið var ekkert spes til að byrja með, kuldi og trekkur að norðan. Þegar líða tók á leikinn þá rættist úr veðrinu og datt nánast í logn. Spilað var í tveimur hollum. Í fyrra hollinu var keppni æsispennandi og réðust báðir leikir ekki fyrr en á 18. Aron vann Sigþór 2-0 og púttaði Aron niður 20m pútti fyrir fugli á 18. Siggi vann formanninn með síðasta púttinu sínu, náði pari en Emil rétt missti parið, sem sagt 1-0 fyrir Sigga.
Í seinna hollinu spiluðu Benni og Heimir og vann Benni þann leik 3-4. Gulli vann svo Samma 3-1. Munið að senda inn leikskýrslur á bloggið
Formaðurinn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.6.2011 | 21:00
Bolti týndur í blámerktu svæði
Ég sló út til vinstri á 10. braut í svæði sem er merkt með bláum/hvítum hælum. Spurningin er, þarf bolti að finnast til að geta tekið högg vítislaust?
Gildir almennt að ef slegið út í blámerkt svæði þarf bolti að finnast til að geta haldið áfram?
Emil
1.6.2011 | 20:56
Moldarflag hægramegin á 13. á Korpu
Ef slegið er í moldina hægra megin á 13 holu (þar sem verið er að búa til nýja braut), hvernig skal taka víti þar? Þar eru engir hælar þ.a. eina leiðin er að víta sig aftur í moldina? Er það rétt.
1.6.2011 | 09:33
Þriðja umferð á Korpunni
Þriðja umferð var spiluð á Korpunni í gær. Veðrið ekkert sértakt en slapp til. Hiti um 8 gráður og vindur SA um 6-7m/s.
Alls mættu 8 og voru leikir bara nokkuð spennandi fram á síðustu holur. Í fyrra hollinu réðust úrslit ekki fyrr en á síðustu holunni. Siggi vann Benna 1-0 og eins var upp á teningnum hjá Inga og Sigþóri þar sem Ingi vann einnig 1-0.
Í seinna hollinu vann Gulli Óla 3-2 og Emil vann Samma 2-1
Komin er síða fyrir stöðu í holu- og punktakeppni.
Athugið að kíkja á síðuna Dómarahornið þar sem menn geta sett inn ýmis atriði sem þurfa úrskurð dómara. Endilega kommenterið ykkar skoðanir og úrskurði ;-)
Þið þurfið að senda mér í pósti texta með dómaraspurningu. Ég mun þá setja hana inn en allir geta síðan tjáð sig um færsluna með því að skrifa athugasemd
kv, Formaðurinn
Leikskýrslur 2011 | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar