Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

7. umferð í Grafarholtinu

Spiluð var umferð í Holtinu í gær. Mæting var með slakara móti í þetta skiptið eða 6 meðlimir. Einnig mættu 2 gestir, Bjössi félagi Heimis og Svava, betri helmingur hans Sigga. Líklega er þetta í fyrsta skiptið sem kvenmaður spilar með Nafnlausa. Þaqnnig náðum við rétt fylla tvö holl. Veðrið var bara flott. Smá vindur á köflum úr mismunandi áttum og þess á milli stafa logn. Hiti þokkalegur, um 12-13 gráður, en kólnaði þó nokkuð þegar sólar naut ekki við. Annars fóru leikar þannig að Siggi vann Heimi á síðustu holunni. Aron vann Samma 5/3 og leikur okkar Magga endaði í jafntefli og réðust úrslit ekki fyrr en á síðasta púttinu.

Uppfærð staða er á Staða og úrslit 2011

Emil


6. umferð í Holtinu

6. umferð var spiluð í Grafarholtinu í flottu veðri, smá vindur til að byrja með en lægði svo með kvöldinu. Topp mæting, fyrsta skiptið í sumar þar sem allir mæta. Uppfærð staða er á komin inn

Leikir dagsins fóru þannig

Aron - Benni 3/2

Heimir - Maggi 2/1

Ingi - Gulli 4/3

Emil - Óli 3/2

Sammi - Gummi 5/3

Siggi - Sigþór 1/0

Flesta punkta dagsins áttu Siggi og Emil, 36 punkta hvor.

 


5. umferð á Korpunni

5. umferð var spiluð á Korpunni og mættu 8 meðlimir. Veðrir var þokkalegt aðeins hlýrra en venjulega, um 10 gráður og enn smá vindur að NA. Í fyrra hollinu spiluðu Siggi og Sammi og hafði Siggi nokkuð öruggan sigur. Óli átti sinn besta leik í sumar og vann Aron. Í seinna hollinu var ekki mikil spenna en þar vann Benni formanninn næsta örugglega og sama var upp á teningnum hjá Heimi og Gulla en þar spilaði Heimir eins og drottning þar til hann var búinn með Gulla á 15.

Uppfærð staða er komin inn á bloggið

Formaðurinn


4. umferð á Korpunni

Fjórða umferð var spiluð á Korpunni. Veðrið var ekkert spes til að byrja með, kuldi og trekkur að norðan. Þegar líða tók á leikinn þá rættist úr veðrinu og datt nánast í logn. Spilað var í tveimur hollum. Í fyrra hollinu var keppni æsispennandi og réðust báðir leikir ekki fyrr en á 18. Aron vann Sigþór 2-0 og púttaði  Aron niður 20m pútti fyrir fugli á 18. Siggi vann formanninn með síðasta púttinu sínu, náði pari en Emil rétt missti parið, sem sagt 1-0 fyrir Sigga.

Í seinna hollinu spiluðu Benni og Heimir og vann Benni þann leik 3-4. Gulli vann svo Samma 3-1. Munið að senda inn leikskýrslur á bloggið

Formaðurinn


Bolti týndur í blámerktu svæði

Ég sló út til vinstri á 10. braut í svæði sem er merkt með bláum/hvítum hælum. Spurningin er, þarf bolti að finnast til að geta tekið högg vítislaust?

Gildir almennt að ef slegið út í blámerkt svæði þarf bolti að finnast til að geta haldið áfram?

Emil


Moldarflag hægramegin á 13. á Korpu

Ef slegið er í moldina hægra megin á 13 holu (þar sem verið er að búa til nýja braut), hvernig skal taka víti þar? Þar eru engir hælar þ.a. eina leiðin er að víta sig aftur í moldina? Er það rétt.


Þriðja umferð á Korpunni

Þriðja umferð var spiluð á Korpunni í gær. Veðrið ekkert sértakt en slapp til. Hiti um 8 gráður og vindur SA um 6-7m/s.

Alls mættu 8 og voru leikir bara nokkuð spennandi fram á síðustu holur. Í fyrra hollinu réðust úrslit ekki fyrr en á síðustu holunni. Siggi vann Benna 1-0 og eins var upp á teningnum hjá Inga og Sigþóri þar sem Ingi vann einnig 1-0.

Í seinna hollinu vann Gulli Óla 3-2 og Emil vann Samma 2-1

Komin er síða fyrir stöðu í holu- og punktakeppni

Athugið að kíkja á síðuna Dómarahornið þar sem menn geta sett inn ýmis atriði sem þurfa úrskurð dómara. Endilega kommenterið ykkar skoðanir og úrskurði ;-)

Þið þurfið að senda mér í pósti texta með dómaraspurningu. Ég mun þá setja hana inn en allir geta síðan  tjáð sig um færsluna með því að skrifa athugasemd

kv, Formaðurinn


Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband